Tengdafaðir Alaba og stjörnukokkurinn Frank Heppner handtekinn Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2022 13:56 Frank Heppner er sagður vera einn þeirra sem var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Þýskalandi á miðvikudaginn. Frank Heppner, þýskur stjörnukokkur og tengdafaðir knattspyrnumannsins David Alaba, er meðal þeirra sem hafa verið handteknir vegna tengsla við hægri öfga-hópinn Reichsburger. Heppner var handtekinn á veitingastað sínum í Austurríki í aðgerðum lögreglunnar. Að minnsta kosti 25 voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Þýskalandi á miðvikudaginn er lögreglan framkvæmdi húsleitir hjá fólki sem tengdist hægri öfga-hópnum Reichsburger. Fram hefur komið að meðal þeirra handteknu séu 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, og fyrrverandi þingmaður á þýska þinginu. Fréttastofa Sky greinir nú frá því að stjörnukokkurinn Frank Heppner hafi einnig verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Hann var staddur á veitingastað sínum í Austurríki, Kitzbuhel, þegar hann var tekinn. Samkvæmt grein Sky átti Heppner að taka við mötuneyti nýju ríkisstjórnarinnar. Þá átti hann líka að elda ofan í hermenn landsins. Heppner hefur starfað á mörgum af fínustu veitingastöðum Evrópu en hann sérhæfir sig í evrópsk-asískri matargerð. Dóttir hans, Shalimar Heppner, starfar sem samskiptafulltrúi og fyrirsæta. Hún er í sambandi með knattspyrnumanninum David Alaba sem spilar fyrir Real Madrid á Spáni. David Alaba var hluti af austurríska liðinu sem Ísland sigraði á EM 2016 og tryggði sig þannig áfram í sextán liða úrslit mótsins. Þýskaland Tengdar fréttir Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08 25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Að minnsta kosti 25 voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Þýskalandi á miðvikudaginn er lögreglan framkvæmdi húsleitir hjá fólki sem tengdist hægri öfga-hópnum Reichsburger. Fram hefur komið að meðal þeirra handteknu séu 71 árs maður af aðalsætt, Hinrik XIII, og fyrrverandi þingmaður á þýska þinginu. Fréttastofa Sky greinir nú frá því að stjörnukokkurinn Frank Heppner hafi einnig verið handtekinn í aðgerðum lögreglu. Hann var staddur á veitingastað sínum í Austurríki, Kitzbuhel, þegar hann var tekinn. Samkvæmt grein Sky átti Heppner að taka við mötuneyti nýju ríkisstjórnarinnar. Þá átti hann líka að elda ofan í hermenn landsins. Heppner hefur starfað á mörgum af fínustu veitingastöðum Evrópu en hann sérhæfir sig í evrópsk-asískri matargerð. Dóttir hans, Shalimar Heppner, starfar sem samskiptafulltrúi og fyrirsæta. Hún er í sambandi með knattspyrnumanninum David Alaba sem spilar fyrir Real Madrid á Spáni. David Alaba var hluti af austurríska liðinu sem Ísland sigraði á EM 2016 og tryggði sig þannig áfram í sextán liða úrslit mótsins.
Þýskaland Tengdar fréttir Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08 25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Vildu koma prins til valda í Þýskalandi Fólkið sem handtekið var í Þýskalandi í morgun og er grunað um skipulagningu valdaráns ætlaði að reyna að koma manni úr gamalla þýskri konungsætt til valda. Sá heitir Hinrik XIII P.R. en annar maður sem heitir Ruediger v.P. átti að leiða herafla hins nýja Þýskalands. 7. desember 2022 12:08
25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7. desember 2022 07:37