Sigmundur Davíð sakar Ásmund Einar um óábyrga yfirlýsingagleði Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2022 14:53 Sigmundur Einar varar við því að menn dæmi of fljótt í kynferðisbrotamálum, en á honum er að skilja að nákvæmlega það hafi Ásmundur Einar Daðason gert sig sekan um. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir yfirlýsingagleði Ásmundar Einars Daðasonar í kynferðisbrotamálum afar hæpna. Sigmundur Davíð fór í pontu Alþingis nú síðdegis í dagskrárliðnum Störf þingsins og gerði að umfjöllunarefni yfirlýsingu sem Menntaskólinn í Hamrahlíð sendi frá sér í dag. Þar er sagt af niðurstöðu ráðgjafahóps mennta- og barnamálaráðuneytisins sem skólinn kallaði til vegna máls sem reis í haust í kjölfar þess að rituð voru með varalit á spegla skólans nöfn drengja og mátti af samhenginu ráða að þar færu nauðgarar. Af tilkynningu skólans má það ráða að þar hafi verið nafngreindir drengir sem voru saklausir af því athæfi sem þeir voru þó sakaðir um. Þeir sögðust hafa mátt sæta eineltis og útskúfun í kjölfar þessa. Sigmundur Davíð rifjaði upp málsatvik í ræðu sinni: „Ekki alls fyrir löngu voru allmargir drengir í Menntaskólanum í Hamrahlíð sakaðir um kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi. Ráðherra blandaði sér í málið með yfirlýsingum, skólastjórnendur voru gagnrýndir mjög harkalega fyrir að vera ekki nógu yfirlýsingaglaðir,“ sagði Sigmundur Davíð. En hann er þar að vísa til orða Ásmundar Einars sem féllu í kjölfar mikilla mótmæla við Menntaskólann í Hamrahlíð til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. „Við viljum gera betur en ég vil líka segja að við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ sagði Ásmundur þá. Sigmundur Davíð hljóp yfir það að nú hafi ráðgjafahópur farið yfir málin og komist að því „að í minnsta kosti einhverjum tilvikum, hafi drengir verið ranglega verið sakaðir um þessa háttsemi. Með hreinum uppspuna. Þetta er auðvitað hræðilegt fyrir þá sem í því lentu en þetta er líka hræðilegt fyrir raunveruleg fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis í þessum skóla og annars staðar.“ Sigmundur Davíð sagði mál þetta áminning um mikilvægi þess að dæma ekki of snemma í svona málum heldur rannsaka þau og komast að því hvað er rétt og hvað ekki. „Við stjórnmálamenn ættum að hafa þetta í huga, að dæma ekki of snemma. Það getur hvort tveggja haft skelfilegar afleiðingar fyrir þá sem eru ranglega sakaðir um eitthvað en einnig fyrir raunveruleg fórnarlömb sem lenda í því að vera þá síður trúað. Þetta er gömul og gild regla sem við ættum að hafa í heiðri, stjórnmálamenn og aðrir, að dæma ekki of snemma.“ Framhaldsskólar Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
Sigmundur Davíð fór í pontu Alþingis nú síðdegis í dagskrárliðnum Störf þingsins og gerði að umfjöllunarefni yfirlýsingu sem Menntaskólinn í Hamrahlíð sendi frá sér í dag. Þar er sagt af niðurstöðu ráðgjafahóps mennta- og barnamálaráðuneytisins sem skólinn kallaði til vegna máls sem reis í haust í kjölfar þess að rituð voru með varalit á spegla skólans nöfn drengja og mátti af samhenginu ráða að þar færu nauðgarar. Af tilkynningu skólans má það ráða að þar hafi verið nafngreindir drengir sem voru saklausir af því athæfi sem þeir voru þó sakaðir um. Þeir sögðust hafa mátt sæta eineltis og útskúfun í kjölfar þessa. Sigmundur Davíð rifjaði upp málsatvik í ræðu sinni: „Ekki alls fyrir löngu voru allmargir drengir í Menntaskólanum í Hamrahlíð sakaðir um kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi. Ráðherra blandaði sér í málið með yfirlýsingum, skólastjórnendur voru gagnrýndir mjög harkalega fyrir að vera ekki nógu yfirlýsingaglaðir,“ sagði Sigmundur Davíð. En hann er þar að vísa til orða Ásmundar Einars sem féllu í kjölfar mikilla mótmæla við Menntaskólann í Hamrahlíð til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. „Við viljum gera betur en ég vil líka segja að við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ sagði Ásmundur þá. Sigmundur Davíð hljóp yfir það að nú hafi ráðgjafahópur farið yfir málin og komist að því „að í minnsta kosti einhverjum tilvikum, hafi drengir verið ranglega verið sakaðir um þessa háttsemi. Með hreinum uppspuna. Þetta er auðvitað hræðilegt fyrir þá sem í því lentu en þetta er líka hræðilegt fyrir raunveruleg fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis í þessum skóla og annars staðar.“ Sigmundur Davíð sagði mál þetta áminning um mikilvægi þess að dæma ekki of snemma í svona málum heldur rannsaka þau og komast að því hvað er rétt og hvað ekki. „Við stjórnmálamenn ættum að hafa þetta í huga, að dæma ekki of snemma. Það getur hvort tveggja haft skelfilegar afleiðingar fyrir þá sem eru ranglega sakaðir um eitthvað en einnig fyrir raunveruleg fórnarlömb sem lenda í því að vera þá síður trúað. Þetta er gömul og gild regla sem við ættum að hafa í heiðri, stjórnmálamenn og aðrir, að dæma ekki of snemma.“
Framhaldsskólar Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira