Fótbolti

Albert byrjaði er Gilardino byrjaði á sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert Guðmundsson er fastamaður í liði Genoa.
Albert Guðmundsson er fastamaður í liði Genoa. getty/Simone Arveda

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem sigraði Sudtirol, 2-0, í ítölsku B-deildinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Genoa eftir að liðið skipti um þjálfara.

Á þriðjudaginn var Alexander Blessin rekinn sem þjálfari Genoa og Alberto Gilardino, fyrrverandi landsliðsmaður Ítalíu, ráðinn í staðinn.

Gilardino stýrði Genoa í fyrsta sinn í dag og hann valdi Albert í byrjunarliðið. Hann var ekki lengi að láta að sér kveða og fékk gult spjald strax á 7. mínútu.

Staðan í leiknum var markalaus í hálfleik. Á 65. mínútu kom George Puscas Genoa yfir og í uppbótartíma bætti Mattia Aramu öðru marki við. Albert var tekinn af velli þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.

Genoa er í 4. sæti deildarinnar með 26 stig eftir sextán leiki. Tvö efstu liðin fara beint upp í úrvalsdeildina en liðin í 3.-8. sæti fara í umspil.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.