Skurðstofur standa tómar á meðan biðlistar lengjast: „Það er krísa sem þarf að taka á“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. desember 2022 11:41 Rót vandans er mönnun, líkt og svo oft áður þegar kemur að heilbrigðiskerfinu. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti fimm skurðstofur standa tómar daglega á Landspítala þar sem ekki tekst að manna þær. Nóg er af skurðlæknum en skortur er á skurðhjúkrunarfræðingum. Biðlistar blása út og formaður Félags skurðlækna segir stöðuna aldrei hafa verið verri og skurðlæknar lýsa því að vera með kvíðahnút í maganum fyrir hönd sjúklinga. Aðeins ellefu af átján skurðstofum Landspítala eru í formlegri notkun en tvær til viðbótar eru oft opnar þegar það tekst að manna þær. Vandinn er þó ekki sá að það vanti skurðlækna heldur er skortur á skurðhjúkrunarfræðingum, sem þurfa að vera að minnsta kosti tveir til að manna hverja aðgerð. „Það er krísa sem þarf að taka á,“ segir Geir Tryggvason, formaður Félags skurðlækna, í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins um stöðuna. Þar var einnig rætt við þrjá reynda skurðlækna á spítalanum sem sögðust jafnvel sitja aðgerðarlausir hluta úr degi á meðan biðlistarnir lengdust. Skurðlæknarnir Katrín Kristjánsdóttir, Þorsteinn Ástráðsson og Bjarni Geir Viðarsson.Læknablaðið/gag „Eins og biðlistarnir eru í dag væri langskynsamlegast að hafa okkur skurðlækna að störfum á skurðstofu. Það skera engir aðrir niður þessa biðlista en þau sem gera aðgerðirnar,“ segir Þorsteinn Ástráðsson, háls-, nef- og eyrnalæknir sem er með krabbameinsskurðlækningar sem undirsérgrein. „Ég upplifi að við skurðlæknar séum stundum eins og gestir á skurðstofunum,“ segir hann enn fremur. Með hnút í maganum Katrín Kristjánsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir með undirsérgrein í krabbameinum í kvenlíffærum, og Bjarni Geir Viðarsson, kviðarholsskurðlæknir, taka í sama streng í viðtalinu og lýstu því að ef þau vildu meira tíma á skurðstofu þyrftu þau að taka það af hvert öðru. „Innbyrðis erum við alltaf að taka hvert frá öðru. Við sjáum ekki heildarfjölgun aðgerða heldur aðeins innanhússslag milli deilda. Það er tilgangslaus barátta því hún styttir ekki biðlista,“ segir Bjarni. Katrín bendir þá á að biðtíminn sem gefinn sé upp geti lengst sérstaklega þegar kemur að valaðgerðum, til að mynda hjá konum sem ákveða að láta taka eggjastokkana þar sem þær eru í aukinni hættu á að fá krabbamein en þær séu settar á þriggja mánaða biðlista. „Biðin gæti í raun, í svona árferði eins og núna, orðið eitt eða tvö ár og á endanum þarf ég að breyta forganginum í innan mánaðar, því annars gerist þetta ekki. Ég er alltaf með hnút í maganum að þessar konur, sem eru í aukinni áhættu, séu komnar með krabbamein þegar loksins kemur að aðgerð,“ segir Katrín. Staðan verri en nokkru sinni fyrr Samanlagt eru Bjarni, Katrín og Þorsteinn með á þriðja hundruð manns á biðlista hjá sér en þau leggja til ýmsar tillögur að úrbótum, til að mynda að dreifa skurðhjúkrunarfræðingum sem eru starfandi á fleiri stofur og ráða sjúkraliða, fjölga skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingum og svæfingalæknum, og ráða fleiri erlendis frá. Þá þyrfti meiri sveigjanleika. Greint var frá því í síðustu viku að Sjúkratryggingar Íslands gerðu ráð fyrir að um það bil 328 muni sækja um það á þessu ári að fara erlendis í aðgerðir, tvöfalt fleiri en í fyrra, þar sem langur biðtími er eftir aðgerðum hérna heima. Formaður Félags skurðlækna segir ekki einfalda lausn í sjónmáli en að ræða verði lausnir þar sem staðan sé verri en nokkru sinni fyrr og biðlistarnir lengist hratt. „Það þarf hugsanlega að hugsa út fyrir boxið. Samstarf okkar við skurðhjúkrunarfræðinga er bæði nauðsynlegt og gott en nú þegar það vantar þessa hjúkrunarfræðinga þurfum við að finna lausn til að stytta biðlista. Annars lengjast þeir og lengjast,“ segir Geir. Skurðhjúkrunarfræðingar komnir á aldur og leita annað Ólafur B. Skúlason, forstöðumaður skurðlækninga á spítalanum, segir í frétt Læknablaðsins að frá og með janúar verði fjórtán skurðstofur opnar alla daga vikunnar, auk tveggja á Eiríksstöðum sem sinna augnskurðlækningum. Hvað skurðhjúkrunarfræðinga varðar bendir hann á að þeir hafi átt mikið orlof inni eftir Covid auk þess sem stór hópur er kominn eftirlaunaaldur og margir kjósi að fara fyrr á eftirlaun eftir langt álagstímabil. Þá sé töluvert um það að reyndir skurðhjúkrunarfræðingar hætti á Landspítala og ráði sig inn á einkastofur. Á móti komi þó að margt nýtt starfsfólk hafi verið ráðið og hóf til að mynda nýtt sérnám í skurðhjúkrun göngu sína í haust. Viðtalið við Katrínu, Þorstein og Bjarna má lesa í heild sinni hér. Frétt Læknablaðsins um stöðuna á skurðstofum Landspítala má lesa hér. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Aðeins ellefu af átján skurðstofum Landspítala eru í formlegri notkun en tvær til viðbótar eru oft opnar þegar það tekst að manna þær. Vandinn er þó ekki sá að það vanti skurðlækna heldur er skortur á skurðhjúkrunarfræðingum, sem þurfa að vera að minnsta kosti tveir til að manna hverja aðgerð. „Það er krísa sem þarf að taka á,“ segir Geir Tryggvason, formaður Félags skurðlækna, í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Læknablaðsins um stöðuna. Þar var einnig rætt við þrjá reynda skurðlækna á spítalanum sem sögðust jafnvel sitja aðgerðarlausir hluta úr degi á meðan biðlistarnir lengdust. Skurðlæknarnir Katrín Kristjánsdóttir, Þorsteinn Ástráðsson og Bjarni Geir Viðarsson.Læknablaðið/gag „Eins og biðlistarnir eru í dag væri langskynsamlegast að hafa okkur skurðlækna að störfum á skurðstofu. Það skera engir aðrir niður þessa biðlista en þau sem gera aðgerðirnar,“ segir Þorsteinn Ástráðsson, háls-, nef- og eyrnalæknir sem er með krabbameinsskurðlækningar sem undirsérgrein. „Ég upplifi að við skurðlæknar séum stundum eins og gestir á skurðstofunum,“ segir hann enn fremur. Með hnút í maganum Katrín Kristjánsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir með undirsérgrein í krabbameinum í kvenlíffærum, og Bjarni Geir Viðarsson, kviðarholsskurðlæknir, taka í sama streng í viðtalinu og lýstu því að ef þau vildu meira tíma á skurðstofu þyrftu þau að taka það af hvert öðru. „Innbyrðis erum við alltaf að taka hvert frá öðru. Við sjáum ekki heildarfjölgun aðgerða heldur aðeins innanhússslag milli deilda. Það er tilgangslaus barátta því hún styttir ekki biðlista,“ segir Bjarni. Katrín bendir þá á að biðtíminn sem gefinn sé upp geti lengst sérstaklega þegar kemur að valaðgerðum, til að mynda hjá konum sem ákveða að láta taka eggjastokkana þar sem þær eru í aukinni hættu á að fá krabbamein en þær séu settar á þriggja mánaða biðlista. „Biðin gæti í raun, í svona árferði eins og núna, orðið eitt eða tvö ár og á endanum þarf ég að breyta forganginum í innan mánaðar, því annars gerist þetta ekki. Ég er alltaf með hnút í maganum að þessar konur, sem eru í aukinni áhættu, séu komnar með krabbamein þegar loksins kemur að aðgerð,“ segir Katrín. Staðan verri en nokkru sinni fyrr Samanlagt eru Bjarni, Katrín og Þorsteinn með á þriðja hundruð manns á biðlista hjá sér en þau leggja til ýmsar tillögur að úrbótum, til að mynda að dreifa skurðhjúkrunarfræðingum sem eru starfandi á fleiri stofur og ráða sjúkraliða, fjölga skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingum og svæfingalæknum, og ráða fleiri erlendis frá. Þá þyrfti meiri sveigjanleika. Greint var frá því í síðustu viku að Sjúkratryggingar Íslands gerðu ráð fyrir að um það bil 328 muni sækja um það á þessu ári að fara erlendis í aðgerðir, tvöfalt fleiri en í fyrra, þar sem langur biðtími er eftir aðgerðum hérna heima. Formaður Félags skurðlækna segir ekki einfalda lausn í sjónmáli en að ræða verði lausnir þar sem staðan sé verri en nokkru sinni fyrr og biðlistarnir lengist hratt. „Það þarf hugsanlega að hugsa út fyrir boxið. Samstarf okkar við skurðhjúkrunarfræðinga er bæði nauðsynlegt og gott en nú þegar það vantar þessa hjúkrunarfræðinga þurfum við að finna lausn til að stytta biðlista. Annars lengjast þeir og lengjast,“ segir Geir. Skurðhjúkrunarfræðingar komnir á aldur og leita annað Ólafur B. Skúlason, forstöðumaður skurðlækninga á spítalanum, segir í frétt Læknablaðsins að frá og með janúar verði fjórtán skurðstofur opnar alla daga vikunnar, auk tveggja á Eiríksstöðum sem sinna augnskurðlækningum. Hvað skurðhjúkrunarfræðinga varðar bendir hann á að þeir hafi átt mikið orlof inni eftir Covid auk þess sem stór hópur er kominn eftirlaunaaldur og margir kjósi að fara fyrr á eftirlaun eftir langt álagstímabil. Þá sé töluvert um það að reyndir skurðhjúkrunarfræðingar hætti á Landspítala og ráði sig inn á einkastofur. Á móti komi þó að margt nýtt starfsfólk hafi verið ráðið og hóf til að mynda nýtt sérnám í skurðhjúkrun göngu sína í haust. Viðtalið við Katrínu, Þorstein og Bjarna má lesa í heild sinni hér. Frétt Læknablaðsins um stöðuna á skurðstofum Landspítala má lesa hér.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent