Fótbolti

Eto'o biðst afsökunar á því að hafa ráðist á mann á HM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Samuel Eto'o missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi, en hefur nú beðist afsökunar á atvikinu.
Samuel Eto'o missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi, en hefur nú beðist afsökunar á atvikinu. Berengui/DeFodi Images via Getty Images

Samuel Eto'o, formaður kamerúnska knattspyrnusambandsins og fyrrum stórstjarna í heimsfótboltanum, hefur beðist afsökunar eftir að hafa ráðist á mann fyrir utan leikvang á HM í Katar í  gærkvöldi.

Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlinum Twitter má sjá hvernig Eto'o missir stjórn á skapi sínu fyrir utan 974 leikvanginn í Katar eftir 4-1 sigur Brasilíu gegn Suður-Kóreu. Nokkur fjöldi fólks hafði hópast í kringum leikmanninn fyrrverandi og á endanum ræðst Eto'o á mann með myndavél og sparkar í hann.

Eto'o hefur nú birt formlega afsökunarbeiðni á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir gjörðir sínar ekki endurspegla þann mann sem hann hefur að bera.

„Ég vil biðjast áfsökunar á því að hafa misst stjórn á skapi mínu. Að bregðast við á þennan hátt endurspeglar ekki þann mann sem ég hef að bera,“ ritaði Eto'o.

Ég bið elmenning afsökunar á þessu óheppilega atviki.“

Eto'o, sem segir að maðurinn sem hann réðst á hafi líklega verið stuðningsmaður alsírska landsliðsins, segir enn fremur að hann hafi mátt þola mikið áreiti eftir að Kamerún hafði betur gegn Alsíringum í umspili um sæti á HM. Hann segir að Alsíringar ásaki hann og kamerúnska landsliðið um svindl.

„Ég heiti því að halda áfram að streitast gegn stanslausum ásökunum og daglegu áreiti sumra alsírskra stuðningsmanna,“ bætti Eto'o við.

„Síðan Kamerún og Alsír áttust við hef ég þurft að hlusta á móðganir og ásakanir um svindl án nokkurra sönnunargagna.“

„Á þessu heimsmeistaramóti hafa stuðningsmenn kamerúnska liðsins einnig þurft að þola slíkar ásakanir frá Alsíringum.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.