Eto'o biðst afsökunar á því að hafa ráðist á mann á HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. desember 2022 22:15 Samuel Eto'o missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi, en hefur nú beðist afsökunar á atvikinu. Berengui/DeFodi Images via Getty Images Samuel Eto'o, formaður kamerúnska knattspyrnusambandsins og fyrrum stórstjarna í heimsfótboltanum, hefur beðist afsökunar eftir að hafa ráðist á mann fyrir utan leikvang á HM í Katar í gærkvöldi. Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlinum Twitter má sjá hvernig Eto'o missir stjórn á skapi sínu fyrir utan 974 leikvanginn í Katar eftir 4-1 sigur Brasilíu gegn Suður-Kóreu. Nokkur fjöldi fólks hafði hópast í kringum leikmanninn fyrrverandi og á endanum ræðst Eto'o á mann með myndavél og sparkar í hann. Eto'o hefur nú birt formlega afsökunarbeiðni á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir gjörðir sínar ekki endurspegla þann mann sem hann hefur að bera. „Ég vil biðjast áfsökunar á því að hafa misst stjórn á skapi mínu. Að bregðast við á þennan hátt endurspeglar ekki þann mann sem ég hef að bera,“ ritaði Eto'o. Ég bið elmenning afsökunar á þessu óheppilega atviki.“ Eto'o, sem segir að maðurinn sem hann réðst á hafi líklega verið stuðningsmaður alsírska landsliðsins, segir enn fremur að hann hafi mátt þola mikið áreiti eftir að Kamerún hafði betur gegn Alsíringum í umspili um sæti á HM. Hann segir að Alsíringar ásaki hann og kamerúnska landsliðið um svindl. „Ég heiti því að halda áfram að streitast gegn stanslausum ásökunum og daglegu áreiti sumra alsírskra stuðningsmanna,“ bætti Eto'o við. „Síðan Kamerún og Alsír áttust við hef ég þurft að hlusta á móðganir og ásakanir um svindl án nokkurra sönnunargagna.“ „Á þessu heimsmeistaramóti hafa stuðningsmenn kamerúnska liðsins einnig þurft að þola slíkar ásakanir frá Alsíringum.“ pic.twitter.com/ErqVrwsxi5— Samuel Eto'o (@SamuelEtoo) December 6, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlinum Twitter má sjá hvernig Eto'o missir stjórn á skapi sínu fyrir utan 974 leikvanginn í Katar eftir 4-1 sigur Brasilíu gegn Suður-Kóreu. Nokkur fjöldi fólks hafði hópast í kringum leikmanninn fyrrverandi og á endanum ræðst Eto'o á mann með myndavél og sparkar í hann. Eto'o hefur nú birt formlega afsökunarbeiðni á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir gjörðir sínar ekki endurspegla þann mann sem hann hefur að bera. „Ég vil biðjast áfsökunar á því að hafa misst stjórn á skapi mínu. Að bregðast við á þennan hátt endurspeglar ekki þann mann sem ég hef að bera,“ ritaði Eto'o. Ég bið elmenning afsökunar á þessu óheppilega atviki.“ Eto'o, sem segir að maðurinn sem hann réðst á hafi líklega verið stuðningsmaður alsírska landsliðsins, segir enn fremur að hann hafi mátt þola mikið áreiti eftir að Kamerún hafði betur gegn Alsíringum í umspili um sæti á HM. Hann segir að Alsíringar ásaki hann og kamerúnska landsliðið um svindl. „Ég heiti því að halda áfram að streitast gegn stanslausum ásökunum og daglegu áreiti sumra alsírskra stuðningsmanna,“ bætti Eto'o við. „Síðan Kamerún og Alsír áttust við hef ég þurft að hlusta á móðganir og ásakanir um svindl án nokkurra sönnunargagna.“ „Á þessu heimsmeistaramóti hafa stuðningsmenn kamerúnska liðsins einnig þurft að þola slíkar ásakanir frá Alsíringum.“ pic.twitter.com/ErqVrwsxi5— Samuel Eto'o (@SamuelEtoo) December 6, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira