Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 14:00 Fernando Santos og Cristiano Ronaldo þegar sá síðarnefndi var tekinn af velli gegn Úrúgvæ í riðlakeppninni. Jean Catuffe/Getty Images Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Santos ræddi við fjölmiðla í aðdraganda leiks Portúgals og Sviss í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Að venju snerust flestar ef ekki allar spurningarnar um stórstjörnuna Ronaldo. „Ég hef ekki rætt við hann um það. Ég talaði við leikmennina í morgun en við ræddm þetta ekki. Ég veit ekkert um þetta mál ef ég á að vera hreinskilinn. Það sagði mér einhver frá þessu þegar ég kom á blaðamannafundinn,“ sagði Santos í aðdraganda leiksins. Samkvæmt íþróttafréttaveitunni ESPN er Ronaldo við það að skrifa undir tveggja ára samning við Al Nassr sem myndi gera hann að launahæsta íþróttamanni fyrr og síðar. Það verður þó ekkert staðfest fyrr en eftir að Portúgal lýkur keppni á HM. „Þetta er hans ákvörðun, ekki okkar. Cristiano er með fulla einbeitingu á Portúgal sem stendur og að hjálpa okkur að komast sem lengst á HM. Hvað önnur mál varðar þá veit ég ekki neitt.“ Santos hefur þó viðurkennt að hann sé ekki ánægður með hegðun Ronaldo í síðasta leik liðsins í riðlakeppninni. Þjálfarinn hefur ekki enn staðfest hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgals gegn Sviss en mögulega gæti Santos sett stórstjörnu sína á bekkinn í leik kvöldsins. Fernando Santos: "I did not like it. I really didn't like it" Will Cristiano Ronaldo start for against tonight? pic.twitter.com/dYudIJnCu6— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 6, 2022 Portúgal mætir Sviss í síðasta leik 16-liða úrslita HM klukkan 19.00 í kvöld. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætri annað hvort Spánverjum eða Marokkó í 8-liða úrslitum. Leikur kvöldsins verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Santos ræddi við fjölmiðla í aðdraganda leiks Portúgals og Sviss í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Að venju snerust flestar ef ekki allar spurningarnar um stórstjörnuna Ronaldo. „Ég hef ekki rætt við hann um það. Ég talaði við leikmennina í morgun en við ræddm þetta ekki. Ég veit ekkert um þetta mál ef ég á að vera hreinskilinn. Það sagði mér einhver frá þessu þegar ég kom á blaðamannafundinn,“ sagði Santos í aðdraganda leiksins. Samkvæmt íþróttafréttaveitunni ESPN er Ronaldo við það að skrifa undir tveggja ára samning við Al Nassr sem myndi gera hann að launahæsta íþróttamanni fyrr og síðar. Það verður þó ekkert staðfest fyrr en eftir að Portúgal lýkur keppni á HM. „Þetta er hans ákvörðun, ekki okkar. Cristiano er með fulla einbeitingu á Portúgal sem stendur og að hjálpa okkur að komast sem lengst á HM. Hvað önnur mál varðar þá veit ég ekki neitt.“ Santos hefur þó viðurkennt að hann sé ekki ánægður með hegðun Ronaldo í síðasta leik liðsins í riðlakeppninni. Þjálfarinn hefur ekki enn staðfest hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgals gegn Sviss en mögulega gæti Santos sett stórstjörnu sína á bekkinn í leik kvöldsins. Fernando Santos: "I did not like it. I really didn't like it" Will Cristiano Ronaldo start for against tonight? pic.twitter.com/dYudIJnCu6— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 6, 2022 Portúgal mætir Sviss í síðasta leik 16-liða úrslita HM klukkan 19.00 í kvöld. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætri annað hvort Spánverjum eða Marokkó í 8-liða úrslitum. Leikur kvöldsins verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira