Hefur ekki talað við Ronaldo um mögulegan flutning til Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 14:00 Fernando Santos og Cristiano Ronaldo þegar sá síðarnefndi var tekinn af velli gegn Úrúgvæ í riðlakeppninni. Jean Catuffe/Getty Images Fernando Santos, þjálfari Portúgals, segist ekki hafa talað við stjörnuframherja sinn Cristiano Ronaldo um möguleg skipti hans til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Santos ræddi við fjölmiðla í aðdraganda leiks Portúgals og Sviss í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Að venju snerust flestar ef ekki allar spurningarnar um stórstjörnuna Ronaldo. „Ég hef ekki rætt við hann um það. Ég talaði við leikmennina í morgun en við ræddm þetta ekki. Ég veit ekkert um þetta mál ef ég á að vera hreinskilinn. Það sagði mér einhver frá þessu þegar ég kom á blaðamannafundinn,“ sagði Santos í aðdraganda leiksins. Samkvæmt íþróttafréttaveitunni ESPN er Ronaldo við það að skrifa undir tveggja ára samning við Al Nassr sem myndi gera hann að launahæsta íþróttamanni fyrr og síðar. Það verður þó ekkert staðfest fyrr en eftir að Portúgal lýkur keppni á HM. „Þetta er hans ákvörðun, ekki okkar. Cristiano er með fulla einbeitingu á Portúgal sem stendur og að hjálpa okkur að komast sem lengst á HM. Hvað önnur mál varðar þá veit ég ekki neitt.“ Santos hefur þó viðurkennt að hann sé ekki ánægður með hegðun Ronaldo í síðasta leik liðsins í riðlakeppninni. Þjálfarinn hefur ekki enn staðfest hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgals gegn Sviss en mögulega gæti Santos sett stórstjörnu sína á bekkinn í leik kvöldsins. Fernando Santos: "I did not like it. I really didn't like it" Will Cristiano Ronaldo start for against tonight? pic.twitter.com/dYudIJnCu6— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 6, 2022 Portúgal mætir Sviss í síðasta leik 16-liða úrslita HM klukkan 19.00 í kvöld. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætri annað hvort Spánverjum eða Marokkó í 8-liða úrslitum. Leikur kvöldsins verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Santos ræddi við fjölmiðla í aðdraganda leiks Portúgals og Sviss í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Að venju snerust flestar ef ekki allar spurningarnar um stórstjörnuna Ronaldo. „Ég hef ekki rætt við hann um það. Ég talaði við leikmennina í morgun en við ræddm þetta ekki. Ég veit ekkert um þetta mál ef ég á að vera hreinskilinn. Það sagði mér einhver frá þessu þegar ég kom á blaðamannafundinn,“ sagði Santos í aðdraganda leiksins. Samkvæmt íþróttafréttaveitunni ESPN er Ronaldo við það að skrifa undir tveggja ára samning við Al Nassr sem myndi gera hann að launahæsta íþróttamanni fyrr og síðar. Það verður þó ekkert staðfest fyrr en eftir að Portúgal lýkur keppni á HM. „Þetta er hans ákvörðun, ekki okkar. Cristiano er með fulla einbeitingu á Portúgal sem stendur og að hjálpa okkur að komast sem lengst á HM. Hvað önnur mál varðar þá veit ég ekki neitt.“ Santos hefur þó viðurkennt að hann sé ekki ánægður með hegðun Ronaldo í síðasta leik liðsins í riðlakeppninni. Þjálfarinn hefur ekki enn staðfest hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgals gegn Sviss en mögulega gæti Santos sett stórstjörnu sína á bekkinn í leik kvöldsins. Fernando Santos: "I did not like it. I really didn't like it" Will Cristiano Ronaldo start for against tonight? pic.twitter.com/dYudIJnCu6— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 6, 2022 Portúgal mætir Sviss í síðasta leik 16-liða úrslita HM klukkan 19.00 í kvöld. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætri annað hvort Spánverjum eða Marokkó í 8-liða úrslitum. Leikur kvöldsins verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira