Hún var staðinn að þjófnaði þar sem hún hugðist hafa með sér snyrtivörur, smákökur og fleira úr verslun í póstnúmerinu 103. Málið var afgreitt á vettvangi.
Hinn þjófnaðurinn átti sér stað í póstnúmerinu 108 en þar var um að ræða mann sem var stöðvaður þegar hann reyndi að yfirgefa verslun með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir. Hrækti maðurinn í andlit starfsmannsins sem reyndi að stöðva hann og hljóp svo út.
Annar starfsmaður elti manninn þar til maðurinn var handtekinn af lögreglu. Hann var færður á lögreglustöð en látinn laus að lokinni skýrslutöku.
Í Hafnarfirði var tilkynnt um mikla fíkniefnalykt í stigagangi fjölbýlishúss og afskipti höfð af konu vegna gruns um vörslu fíkniefna. Málið var afgreitt á vettvangi og ætluð fíkniefni fjarlægð.
Nokkrir voru stöðvaðir vegna umferðarlagabrota, meðal annars ökumaður sem ók á 137 km/klst á Vesturlandsvegi. Þá bárust tvær tilkynningar um útafakstur á Þingvallavegi. Í öðru tilvikinu var um að ræða minniháttar meiðsl.