Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt upp störfum og segist ekki geta borið ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun. Við ræðum við heilbrigðisráðherra um málið.
Þá fylgjumst við með stöðu leitarinnar að sjómanninum sem féll útbyrðis frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 um helgina. Leitarsvæðið var stækkað í dag og bæjarstjóri Grindavíkur segir samfélagið harmi slegið.
Þá heyrum við í forstjóra Póstsins sem varar fólk við netþrjótum sem herja á viðskiptavini, ræðum við innviðaráðherra um varaflugvallagjald sem stendur til að leggja á farþega og kíkjum á litlu jólin á Sólheimum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Hægt er að hlusta á kvöldfréttirnar í beinni í spilaranum hér að ofan.