Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Von um skammtímasamning er úti ef ekki tekst að semja á næstu dögum að mati formanns VR. Mikil ólga ríkir innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að Starfsgreinasambandið samdi við Samtök atvinnulífsins um helgina. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt upp störfum og segist ekki geta borið ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun. Við ræðum við heilbrigðisráðherra um málið.

Þá fylgjumst við með stöðu leitarinnar að sjómanninum sem féll útbyrðis frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 um helgina. Leitarsvæðið var stækkað í dag og bæjarstjóri Grindavíkur segir samfélagið harmi slegið.

Þá heyrum við í forstjóra Póstsins sem varar fólk við netþrjótum sem herja á viðskiptavini, ræðum við innviðaráðherra um varaflugvallagjald sem stendur til að leggja á farþega og kíkjum á litlu jólin á Sólheimum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hægt er að hlusta á kvöldfréttirnar í beinni í spilaranum hér að ofan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×