Erlent

Fjór­tán ára stúlka látin og önnur slösuð eftir stungu­á­rás

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árásin átti sér stað í bænum Illerkirchberg í Baden-Württemberg í suðurhluta Þýskalands.
Árásin átti sér stað í bænum Illerkirchberg í Baden-Württemberg í suðurhluta Þýskalands. Getty/Bernd Weißbrod

Fjórtán ára stúlka er látin eftir hnífstunguárás í bænum Illerkirchberg í suðvesturhluta Þýskalands. Önnur stelpa, þrettán ára gömul, liggur þungt haldin inni á spítala. 

VG greinir frá þessu. Þar segir að stelpurnar hafi verið á leið í skólann í morgun þegar ráðist var á þær. Árásarmaðurinn flúði í nærliggjandi hús en var síðar handtekinn. Tveir aðrir hafa verið handteknir við rannsókn málsins. 

Enn sem komið er óljóst hvort einhver tenging sé á milli stúlknanna og árásarmannsins. Þá er ástæða árásarinnar lögreglu ókunnug. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.