Innlent

Á­hrifa­valdur með stóran fylgj­enda­hóp furðar sig á dular­fullri orða­notkun Ís­lendinga

Snorri Másson skrifar

Myndband bandaríska áhrifavaldsins Kyana Sue, sem fjallar um alls kyns þætti íslenskrar menningar á TikTok-síðu sinni, varpar ljósi á sífellt útbreiddari ofnotkun orðsins „gaur“ í íslensku máli nú um mundir.

Fjallað var um færslu Sue í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan, en í myndbandinu gerir Sue, sem talar á ensku, mikla notkun Íslendinga á enska orðinu „guy“ að umtalsefni.

Þegar Íslendingar segist til dæmis ætla að kveikja á kerti, segist þeir ætla að kveikja á „this guy“, það er að segja ‘þessum gaur’ eða jafnvel ‘þessum gæja.’ Sue kveðst hafa tekið eftir því hve mjög útbreidd þessi notkun er og dró þá ályktun að undirliggjandi væri íslenskt orð sem væri beinþýtt í þessu skyni.

Hin bandaríska Kyana Sue er með tæpa 130.000 fylgjendur á TikTok og fjallar þar um Ísland út frá ýmsum hliðum.TikTok

Það er auðvitað orðið „gaur“ sem nú er notað yfir allt mögulegt. Handfang á einhverju? Gaurinn. Taktu í gaurinn þarna. Flipi? Hreyfðu gaurinn þarna til. Lok? Gaurinn datt af. Rennilás? Taktu í gaurinn. Penni? Ýttu á gaurinn.

Sue býr hér en er frá Bandaríkjunum og segir í myndbandinu: „Við myndum ekki segja: Kveikjum á þessum gaur. Þið eruð alltaf að því! Tökum þennan gaur, setjum þennan gaur í bílinn, eða notum þennan gaur.“


Tengdar fréttir

Skilur þú skilaboðin?: Nenna ekki að skrifa nenna

Í Íslandi í dag á miðvikudag var fjallað um stöðu tungumálsins í ýmsu tilliti. Á meðal dagskrárliða voru skammstafanir í smáskilaboðum ungmenna sem grafnar höfðu verið upp á TikTok.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.