Setja ofan í við Trump sem vill víkja stjórnarskránni til hliðar Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 10:25 Donald Trump er enn bitur yfir því að hafa tapað forsetakosningunum árið 2020 fyrir Joe Biden. AP/Rebecca Blackwell Hvíta húsið gefur lítið fyrir yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta og forsetaframbjóðenda, um að fella ætti stjórnarskrá Bandaríkjanna úr gildi og setja hann sjálfan aftur í embætti. Trump hélt áfram stoðlausum ásökunum sínum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum árið 2020 á samfélagsmiðlinum Truth í gær. Fyrrverandi forsetinn gekk þó lengra en oftast áður þar sem hann kallaði eftir því að stjórnarskráin yrði lögð til hliðar svo hægt væri að setja hann aftur í embættið. „Stórfelld svik af þessu tagi og umfangi leyfa það að öllum reglum, reglugerðum, og greinum sé eytt, jafnvel þeim sem eru í stjórnarskránni,“ skrifaði Trump í færslu sinni. Andew Bates, talsmaður Hvíta hússins sagði að allir ættu að fordæma yfirlýsingu Trumps þar sem það væri gegn þjóðarsálinni að ráðast á stjórnarskrána. „Maður getur ekki bara elskað Bandaríkin þegar maður vinnur,“ sagði Bates, að sögn Washington Post. Landsnefnd Demókrataflokksins fordæmdi ummæli Trumps í gær ásamt nokkrum öðrum stjórnmálamönnum, nær eingöngu demókrötum. Svo virðist sem að tilefni færslu Trumps hafi verið „uppljóstranir“ sem Elon Musk, eigandi Twitters, boðaði um að fyrri stjórnendur samfélagsmiðilsins hefðu kæft tjáningarfrelsið í aðdraganda forsetakosninganna á föstudag. Ekkert kom þó fram í löngum þræði fyrrverandi blaðamanns sem Musk fékk til að birta innanhússsamskipti fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna um að miðlinum hefði verið beitt gegn Trump eða í þágu demókrata. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Trump hélt áfram stoðlausum ásökunum sínum um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör í forsetakosningunum árið 2020 á samfélagsmiðlinum Truth í gær. Fyrrverandi forsetinn gekk þó lengra en oftast áður þar sem hann kallaði eftir því að stjórnarskráin yrði lögð til hliðar svo hægt væri að setja hann aftur í embættið. „Stórfelld svik af þessu tagi og umfangi leyfa það að öllum reglum, reglugerðum, og greinum sé eytt, jafnvel þeim sem eru í stjórnarskránni,“ skrifaði Trump í færslu sinni. Andew Bates, talsmaður Hvíta hússins sagði að allir ættu að fordæma yfirlýsingu Trumps þar sem það væri gegn þjóðarsálinni að ráðast á stjórnarskrána. „Maður getur ekki bara elskað Bandaríkin þegar maður vinnur,“ sagði Bates, að sögn Washington Post. Landsnefnd Demókrataflokksins fordæmdi ummæli Trumps í gær ásamt nokkrum öðrum stjórnmálamönnum, nær eingöngu demókrötum. Svo virðist sem að tilefni færslu Trumps hafi verið „uppljóstranir“ sem Elon Musk, eigandi Twitters, boðaði um að fyrri stjórnendur samfélagsmiðilsins hefðu kæft tjáningarfrelsið í aðdraganda forsetakosninganna á föstudag. Ekkert kom þó fram í löngum þræði fyrrverandi blaðamanns sem Musk fékk til að birta innanhússsamskipti fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna um að miðlinum hefði verið beitt gegn Trump eða í þágu demókrata.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira