Freyr hrósar mikið manninum sem er ekki nógu góður fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2022 12:01 Aron Sigurðarson fagnar hér einu af mörkunum sínum fyrir AC Horsens en þau eru sex í dönsku úrvalsdeildinni í fyrstu sautján leikjunum. Getty/Lars Ronbog Freyr Alexandersson þjálfar danska úrvalsdeildarliðið Lyngby Boldklub og veit allt um það sem er að gerast í danska fótboltanum. Freyr veit því vel hvað Aron Sigurðarson hefur verið að gera góða hluti með Horsens í dönsku deildinni. Íslenska karlalandsliðið hefur ekki verið að gera merkilega hluti síðustu misseri og gengur mjög illa að skora mörk. Þrátt fyrir að Arnar Þór Viðarsson sé að velja stóra landsliðshópa og prófa marga leikmenn þá er ekki pláss fyrir Aron hjá honum. Freyr mætti í Þungavigtina og var spurður út í Aron og frammistöðu hans með Horsens liðinu. Aron er með frábærar tölur og í hóp þeirra sem koma best út af miðjumönnum deildarinnar. „Ef ég tek það út úr myndinni hvað landsliðsþjálfaranum finnst um hann þá er gott að nýta tækifærið og hrósa Aroni. Hann var líka með mér í fyrstu deildinni í fyrra að spila með Horsens,“ sagði Freyr Alexandersson. „Þar byrjaði hann ekkert sérstaklega en svo varð hann alltaf betri og betri. Það sem ég tók mest eftir því ég þekki þjálfarann í Horsens vel. Hann fór að taka miklu meiri ábyrgð á varnarleiknum,“ sagði Freyr. „Aron hefur alltaf verið gagnrýndur og þegar ég var inn í landsliðinu þá var ég alltaf í vafa um varnarleikinn hjá honum. Þar sá ég hann bæta sig gríðarlega og það hefur haldið áfram í úrvalsdeildinni,“ sagði Freyr. „Hann hefur bara verið, vægt til orða tekið, frábær fyrir Horsens og klárlega þeirra mikilvægasti leikmaður. Hann er stórhættulegur og er að skapa hluti upp á sitt einsdæmi. Þetta er ekki auðveld deild að spila í svo að það sé alveg á hreinu,“ sagði Freyr. „Hann ruslar mönnum saman og er stórhættulegur með mikið að lykilsendingum. Hann liggur mjög ofarlega á listum þar og er mjög ofarlega að brjóta línur andstæðinganna og er líka mjög ofarlega að fara einn á einn,“ sagði Freyr. „Hann er bara stórhættulegur, öflugur taktískt og sterkur varnarlega. Hans þróun hefur verið mjög áhugaverð og jákvæð. Hann á allt hrós skilið strákurinn,“ sagði Freyr. „Það eina sem ég er ósáttur með er það þegar hann kom til Horsens. Hann hefði alveg mátt drulla sér til að hringja í mig áður en hann kom til Danmerkur því ég hefði tekið hann alla daga,“ sagði Freyr. Aron hefur skorað 6 mörk í 17 leikjum með Horsens á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30 „Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur ekki verið að gera merkilega hluti síðustu misseri og gengur mjög illa að skora mörk. Þrátt fyrir að Arnar Þór Viðarsson sé að velja stóra landsliðshópa og prófa marga leikmenn þá er ekki pláss fyrir Aron hjá honum. Freyr mætti í Þungavigtina og var spurður út í Aron og frammistöðu hans með Horsens liðinu. Aron er með frábærar tölur og í hóp þeirra sem koma best út af miðjumönnum deildarinnar. „Ef ég tek það út úr myndinni hvað landsliðsþjálfaranum finnst um hann þá er gott að nýta tækifærið og hrósa Aroni. Hann var líka með mér í fyrstu deildinni í fyrra að spila með Horsens,“ sagði Freyr Alexandersson. „Þar byrjaði hann ekkert sérstaklega en svo varð hann alltaf betri og betri. Það sem ég tók mest eftir því ég þekki þjálfarann í Horsens vel. Hann fór að taka miklu meiri ábyrgð á varnarleiknum,“ sagði Freyr. „Aron hefur alltaf verið gagnrýndur og þegar ég var inn í landsliðinu þá var ég alltaf í vafa um varnarleikinn hjá honum. Þar sá ég hann bæta sig gríðarlega og það hefur haldið áfram í úrvalsdeildinni,“ sagði Freyr. „Hann hefur bara verið, vægt til orða tekið, frábær fyrir Horsens og klárlega þeirra mikilvægasti leikmaður. Hann er stórhættulegur og er að skapa hluti upp á sitt einsdæmi. Þetta er ekki auðveld deild að spila í svo að það sé alveg á hreinu,“ sagði Freyr. „Hann ruslar mönnum saman og er stórhættulegur með mikið að lykilsendingum. Hann liggur mjög ofarlega á listum þar og er mjög ofarlega að brjóta línur andstæðinganna og er líka mjög ofarlega að fara einn á einn,“ sagði Freyr. „Hann er bara stórhættulegur, öflugur taktískt og sterkur varnarlega. Hans þróun hefur verið mjög áhugaverð og jákvæð. Hann á allt hrós skilið strákurinn,“ sagði Freyr. „Það eina sem ég er ósáttur með er það þegar hann kom til Horsens. Hann hefði alveg mátt drulla sér til að hringja í mig áður en hann kom til Danmerkur því ég hefði tekið hann alla daga,“ sagði Freyr. Aron hefur skorað 6 mörk í 17 leikjum með Horsens á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30 „Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. 1. desember 2022 13:30
„Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. 1. desember 2022 15:31