„Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 15:31 Akram Afif kvartar við Antonio Mateu dómara eftir að hann fékk ekki vítið sem hann hefði alltaf fengið í katörsku deildinni. AP/Petr Josek Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. Katarbúar halda heimsmeistaramótið í fótbolta í ár og fengu þar með sæti í keppninni í fyrsta sinn. Það sást hins vegar vel af hverju Katar hefur aldrei komist á HM. Liðið tapaði öllum leikjum sínum og eru fyrstu gestgjafarnir í sögu keppninnar sem upplifa það. Freyr var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi meðal annars þetta sorglega katarska landslið og það er óhætt að segja að frammistaðan hafi komið honum á óvart. Leikmenn Katar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á HM.AP/Petr David Josek „Allt í kringum leikina sjálfa sýnist manni vera tipp topp. Hrikalega flottir velli, umgjörð og svoleiðis. Hræðilegt hvað Katar voru lélegir og þeir voru miklu lélegri en ég átti von á. Þeir voru hræðilegir,“ sagði Freyr Alexandersson í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Freyr var að þjálfa á móti þessum leikmönnum þegar hann var í Katar. „Þetta eru allt leikmenn sem við vorum að spila á móti. Þeir voru mest megnis í tveimur liðum, Al-Sadd og Al-Duhail. Þeir voru hrikalega góðir og bestu leikmennirnir þeirra voru langt frá sínu besta á þessu móti, “ sagði Freyr. „Það er annað sem er í þessu og ég Heimir (Hallgrímsson) töluðum oft um. Þeir munu eiga í massífum vandræðum í alvöru leikjum með ákefðina í návígum og svo dómgæslu,“ sagði Freyr. „Það er eitt atriði sem súmmeraði þetta upp í leik tvö þegar Afif vill fá vítaspyrnu í dauðafæri. Um leið og hann fær snertinguna þá kastar hann sér niður. Hann hefði alltaf fengið víti og rautt í Katar, alla daga,“ sagði Freyr. „Kannski var þetta brot en hann hefði alveg getað tekið skotið. Hann er vanur því að sækja höggið, vítið og fá rauða spjaldið. Þeir komust upp með allt í Katar þannig að það var bara verið að ala þá upp í að vera aumingjar,“ sagði Freyr. Freyr er hundrað prósent viss um að allir leikmenn myndu fá risabónusa ef liðinu tækist að vinna leik hvað þá að komast upp úr riðlinum. „Ég hef ekki heyrt neinar tölur en miðað við hvað þeir fengu þegar þeir unnu Asíuleikana því eftir sigurinn í Asíukeppninni þá voru þeir komnir með fasta tölu á mánuði þar til að þeir drepast sem voru einhver stjarnfræðileg laun,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. HM 2022 í Katar Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Katarbúar halda heimsmeistaramótið í fótbolta í ár og fengu þar með sæti í keppninni í fyrsta sinn. Það sást hins vegar vel af hverju Katar hefur aldrei komist á HM. Liðið tapaði öllum leikjum sínum og eru fyrstu gestgjafarnir í sögu keppninnar sem upplifa það. Freyr var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi meðal annars þetta sorglega katarska landslið og það er óhætt að segja að frammistaðan hafi komið honum á óvart. Leikmenn Katar töpuðu öllum þremur leikjum sínum á HM.AP/Petr David Josek „Allt í kringum leikina sjálfa sýnist manni vera tipp topp. Hrikalega flottir velli, umgjörð og svoleiðis. Hræðilegt hvað Katar voru lélegir og þeir voru miklu lélegri en ég átti von á. Þeir voru hræðilegir,“ sagði Freyr Alexandersson í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Freyr var að þjálfa á móti þessum leikmönnum þegar hann var í Katar. „Þetta eru allt leikmenn sem við vorum að spila á móti. Þeir voru mest megnis í tveimur liðum, Al-Sadd og Al-Duhail. Þeir voru hrikalega góðir og bestu leikmennirnir þeirra voru langt frá sínu besta á þessu móti, “ sagði Freyr. „Það er annað sem er í þessu og ég Heimir (Hallgrímsson) töluðum oft um. Þeir munu eiga í massífum vandræðum í alvöru leikjum með ákefðina í návígum og svo dómgæslu,“ sagði Freyr. „Það er eitt atriði sem súmmeraði þetta upp í leik tvö þegar Afif vill fá vítaspyrnu í dauðafæri. Um leið og hann fær snertinguna þá kastar hann sér niður. Hann hefði alltaf fengið víti og rautt í Katar, alla daga,“ sagði Freyr. „Kannski var þetta brot en hann hefði alveg getað tekið skotið. Hann er vanur því að sækja höggið, vítið og fá rauða spjaldið. Þeir komust upp með allt í Katar þannig að það var bara verið að ala þá upp í að vera aumingjar,“ sagði Freyr. Freyr er hundrað prósent viss um að allir leikmenn myndu fá risabónusa ef liðinu tækist að vinna leik hvað þá að komast upp úr riðlinum. „Ég hef ekki heyrt neinar tölur en miðað við hvað þeir fengu þegar þeir unnu Asíuleikana því eftir sigurinn í Asíukeppninni þá voru þeir komnir með fasta tölu á mánuði þar til að þeir drepast sem voru einhver stjarnfræðileg laun,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Katar á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
HM 2022 í Katar Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira