Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 13:30 Christian Eriksen sést hér niðurbrotinn í leikslok í gær. AP/Aijaz Rahi Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. Strákarnir í Þungavigtinni ræddu við Frey Alexandersson, þjálfara danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, um gengi Dana á heimsmeistaramótinu í Katar en danska liðið er úr leik eftir að hafa endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Freyr Alexandersson.Mynd/Lyngby Freyr er á því að neikvæð umræða í Danmörku í kringum það að móti farið fram í skugga mútumála og mannréttindabrota í Katar hafi smitað sig inn í danska hópinn. Danir voru eina liðið í riðlinum sem vann ekki leik og uppskeran er eitt stig og eitt mark úr þremur leikjum. „Þetta er gríðarlega mikið áfall. Ég hef aðeins verið að skoða það sem sérfræðingarnir hér eru að segja og viðbrögð þeirra eru gríðarlega þung. Liðið, þjálfarinn og allt batteríið fær virkileg að finna fyrir því núna,“ sagði Freyr Alexandersson en hann ræddi þarna við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Voru búnir að vera frábærir í tvö ár „Frammistaðan hefur ekki verið góð og bara verið hrikalega slöpp, það verður að segjast eins og er,“ sagði Freyr. Danska landsliðið spilaði frábærlega í undankeppninni og fór alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu í fyrra. „Þeir eru búnir að vera frábærir í tvö ár alla vega og voru svona ‚darlings of EM‚ á síðasta ári og þar blómstruðu margir leikmenn þeirra. Maður veit náttúrulega ekki nákvæmlega hvað gerist,“ sagði Freyr. Mjög skrýtin stemmning í kringum liðið „Ef ég tala bara út frá sjálfum mér og hvernig ég upplifi þetta þá er búin að vera mjög skrýtin stemmning í kringum liðið sérstaklega rétt í aðdraganda mótsins og eftir þeir fara út. Öll umræða hér í Danmörku hefur verið frekar neikvæð og frekar þung,“ sagði Freyr. „Það er mikið að vera fjalla um neikvæðu hliðar þess að mótið sé haldið í Katar eins og það hafi verið að renna upp fyrir fólki núna að mótið fari þar fram. Nú eru leikmenn búnir að koma fram og tala um að þetta hafi haft áhrif á stemmninguna inn í herbúðum liðsins,“ sagði Freyr. Danski landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand fór ekkert í felur með það að hann vildi helst ekki vera í Katar vegna þess sem þar hefur gengið á í aðdraganda mótsins. Kasper er mikil tilfinningamanneskja „Þjálfarinn kom fram eftir Túnisleikinn og segir að hann eigi erfitt með að vera í Katar og að honum líði ekki vel í þessu umhverfi með þetta allt hangandi yfir sér. Kasper er mikil tilfinningamanneskja og hefur skoðanir á öllu. Réttlætiskenndin hans er gríðarlega sterk,“ sagði Freyr. „Ég upplifði það sem þjálfari knattspyrnuliðs að það væri erfitt fyrir hann að mótivera menn og lyfta mönnum upp. Það hefur klárlega ekki tekist,“ sagði Freyr. Kristján Óli Sigurðsson skaut inn í að honum hafi fundið danska liðið vera ósýnilegt eins og merkið á Hummel búningunum þeirra. Enginn leikmaður þeirra spilar vel „Þeir voru ósýnilegir og náði aldrei takti í þessu móti. Þeir voru skugginn af sjálfum sér og eru bara lélegir í mótinu. Það er enginn leikmaður þeirra sem spilar vel og ná max tuttugu mínútum í byrjun leiksins á móti Ástralíu. Annars eru þeir ekki búnir að geta neitt,“ sagði Freyr. Freyr nefnir líka fjarveru lykilmanna eins og fyrirliðans Simon Kjær, sem lék bara fyrsta leikinn og miðjumanninn Thomas Delaney sem meiddist í fyrsta leik. „Þeir fara líka inn í mótið með fjóra framherja og enginn þeirra hefur nánast skorað mark í marga mánuði. Þeir eru allir kaldir og Kasper er mikið gagnrýndur fyrir það núna,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Danina á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Strákarnir í Þungavigtinni ræddu við Frey Alexandersson, þjálfara danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, um gengi Dana á heimsmeistaramótinu í Katar en danska liðið er úr leik eftir að hafa endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Freyr Alexandersson.Mynd/Lyngby Freyr er á því að neikvæð umræða í Danmörku í kringum það að móti farið fram í skugga mútumála og mannréttindabrota í Katar hafi smitað sig inn í danska hópinn. Danir voru eina liðið í riðlinum sem vann ekki leik og uppskeran er eitt stig og eitt mark úr þremur leikjum. „Þetta er gríðarlega mikið áfall. Ég hef aðeins verið að skoða það sem sérfræðingarnir hér eru að segja og viðbrögð þeirra eru gríðarlega þung. Liðið, þjálfarinn og allt batteríið fær virkileg að finna fyrir því núna,“ sagði Freyr Alexandersson en hann ræddi þarna við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Voru búnir að vera frábærir í tvö ár „Frammistaðan hefur ekki verið góð og bara verið hrikalega slöpp, það verður að segjast eins og er,“ sagði Freyr. Danska landsliðið spilaði frábærlega í undankeppninni og fór alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu í fyrra. „Þeir eru búnir að vera frábærir í tvö ár alla vega og voru svona ‚darlings of EM‚ á síðasta ári og þar blómstruðu margir leikmenn þeirra. Maður veit náttúrulega ekki nákvæmlega hvað gerist,“ sagði Freyr. Mjög skrýtin stemmning í kringum liðið „Ef ég tala bara út frá sjálfum mér og hvernig ég upplifi þetta þá er búin að vera mjög skrýtin stemmning í kringum liðið sérstaklega rétt í aðdraganda mótsins og eftir þeir fara út. Öll umræða hér í Danmörku hefur verið frekar neikvæð og frekar þung,“ sagði Freyr. „Það er mikið að vera fjalla um neikvæðu hliðar þess að mótið sé haldið í Katar eins og það hafi verið að renna upp fyrir fólki núna að mótið fari þar fram. Nú eru leikmenn búnir að koma fram og tala um að þetta hafi haft áhrif á stemmninguna inn í herbúðum liðsins,“ sagði Freyr. Danski landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand fór ekkert í felur með það að hann vildi helst ekki vera í Katar vegna þess sem þar hefur gengið á í aðdraganda mótsins. Kasper er mikil tilfinningamanneskja „Þjálfarinn kom fram eftir Túnisleikinn og segir að hann eigi erfitt með að vera í Katar og að honum líði ekki vel í þessu umhverfi með þetta allt hangandi yfir sér. Kasper er mikil tilfinningamanneskja og hefur skoðanir á öllu. Réttlætiskenndin hans er gríðarlega sterk,“ sagði Freyr. „Ég upplifði það sem þjálfari knattspyrnuliðs að það væri erfitt fyrir hann að mótivera menn og lyfta mönnum upp. Það hefur klárlega ekki tekist,“ sagði Freyr. Kristján Óli Sigurðsson skaut inn í að honum hafi fundið danska liðið vera ósýnilegt eins og merkið á Hummel búningunum þeirra. Enginn leikmaður þeirra spilar vel „Þeir voru ósýnilegir og náði aldrei takti í þessu móti. Þeir voru skugginn af sjálfum sér og eru bara lélegir í mótinu. Það er enginn leikmaður þeirra sem spilar vel og ná max tuttugu mínútum í byrjun leiksins á móti Ástralíu. Annars eru þeir ekki búnir að geta neitt,“ sagði Freyr. Freyr nefnir líka fjarveru lykilmanna eins og fyrirliðans Simon Kjær, sem lék bara fyrsta leikinn og miðjumanninn Thomas Delaney sem meiddist í fyrsta leik. „Þeir fara líka inn í mótið með fjóra framherja og enginn þeirra hefur nánast skorað mark í marga mánuði. Þeir eru allir kaldir og Kasper er mikið gagnrýndur fyrir það núna,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Danina á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira