Vopnaður sérsveitarmaður við Miðvang í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm
Karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í júní á þessu ári er ósakhæfur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en maður var ásamt syni sínum inni í öðrum bílnum þegar árásin átti sér stað.
RÚV greinir frá þessu en dómsuppsaga í máli mannsins var fyrir héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag. Manninum er gert að greiða föður drengsins 1,2 milljónir króna og drengnum fimm hundruð þúsund krónur. Drengurinn er einungis sex ára gamall.
Feðgarnir sem skotið var á voru á leið í leikskóla þegar maðurinn byrjaði að skjóta. Hinn bíllinn sem skotið var á var mannlaus en lögregla tjáði fréttastofu á sínum tíma að mikil mildi þætti að ekki hafi farið verr.
Í byrjun október var gefin út ákæra á hendur manninum. Í henni var maðurinn sagður hafa haft .22 kalíbera riffil á svölum íbúðar sinnar og skotið á bílana.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.