Fótbolti

Biðst afsökunar á að hafa hótað Messi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Canelo Álvarez hótaði Lionel Messi en bað hann síðan afsökunar.
Canelo Álvarez hótaði Lionel Messi en bað hann síðan afsökunar. vísir/getty

Mexíkóski hnefaleikakappinn Canelo Álvarez hefur beðist afsökunar á að hafa hótað argentínska fótboltasnillingnum Lionel Messi.

Álvarez og fleiri Mexíkóar urðu reiðir mjög eftir að myndband af Messi í búningsklefa Argentínu eftir sigurinn á Mexíkó á HM í Katar fór í dreifingu. Þar virtist Messi nota mexíkóska treyju til að þurrka gólfið í klefanum.

„Ég sá að Messi var að hreinsa gólfið með treyjunni okkar og fána. Hann þarf að biðja til guðs að ég nái ekki í skottið á honum,“ sagði Álvarez eftir að hann sá myndbandið.

Álvarez hefur núna beðist afsökunar á að hafa hótað Messi. Hann segist hafa misskilið það sem Messi gerði.

„Síðustu daga bar kappið fegurðina ofurliði og ég sagði hluti sem ég hefði ekki átt að segja. Ég vil biðja Messi og alla Argentínumenn afsökunar. Við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi og núna var komið að mér,“ skrifaði Álvarez á Twitter.

Argentína tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum HM með 2-0 sigri á Argentínu í gær. Mexíkó vann Sádí-Arabíu, 2-1, á sama tíma en komst ekki upp úr C-riðli sökum lakari markatölu en Pólland.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.