Fótbolti

Ben White yfirgefur enska hópinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ben White hefur neyðst til að yfirgefa enska hópinn af persónulegum ástæðum.
Ben White hefur neyðst til að yfirgefa enska hópinn af persónulegum ástæðum. Vísir/Getty

Ben White, leikmaður Arsenal og enska landsliðið, hefur yfirgefið enska landsliðshópinn í Katar og haldið heim til Englands. Ástæður brottfararinnar eru persónulegar ástæður og biður enska knattspyrnusambandið um að einkalíf leikmannsins sé virt.

Ben White kom ekki við sögu í fyrstu tveimur leikjum enska liðsins á mótinu og missti af leiknum gegn Wales í gær vegna veikinda. Ástæður brottfarar hans til Englands eru ekki tilteknar nánar en að þær séu af persónulegum ástæðum.

„Við biðjum um að einkalíf leikmannsins sé virt á þessari stundu,“ segir í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins.

Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, getur ekki tekið inn leikmann í hópinn í stað White. England mætir Senegal í 16-liða úrslitum heimsmeistarkeppninnar á laugardag.

Arsenal deildi Twitterfærslu enska knattspyrnusambandsins varðandi brottför White og segist standa með White.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×