Hraunað yfir danska liðið í fjölmiðlum eftir klúðrið í Katar Smári Jökull Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 19:00 Christian Eriksen og félagar fá útreið í dönskum fjölmiðlum eftir tapið gegn Ástralíu. Vísir/Getty Danskir fjölmiðlar slá ekkert af í gagnrýni sinni á danska knattspyrnulandsliðið en liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar eftir tap gegn Ástralíu í dag. Flestir tippuðu á að danska liðið færi áfram úr D-riðli ásamt Frökkum. Danska liðið náði sér hins vegar aldrei á strik í Katar og er niðurstaðan aðeins eitt stig eftir þrjá leiki og neðsta sæti riðilsins. Eins og við var að búast fóru danskir fjölmiðlar mikinn strax eftir leikinn í dag. Danski miðillinn BT segir erlenda miðla gapa yfir frammistöðu danska liðsins á mótinu og birtir meðal annars dóm Jan Aage Fjortoft, fyrrum landsliðsmanns Noregs, sem segir að aðeins heimamenn í Katar hafi verið slakari á mótinu. I have to be honest. Only Qatar have been worse than Denmark at this World Cup. But in terms of will and energy they have been worst the Danes— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) November 30, 2022 Í umfjöllun DR fá nær allir leikmenn danska liðsins falleinkunn og er meðaltalseinkunn þeirra sextán leikmanna sem komu við sögu í leiknum gegn Ástralíu aðeins 1,1 hjá blaðamanni DR og 0,8 hjá lesendum. Þess má þó geta að hægt er að gefa -3 í einkunn en Anders Christiansen leikmaður Barcelona er sá eini sem fær meira en tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, tekur á sig ábyrgðina eftir að liðið féll úr leik. „Gríðarlegur pirringur og vonbrigði, allar þessar slæmu tilfinningar. Það sýður á mér,“ sagði Hjulmand við DR eftir leikinn í dag. Kasper Hjulmand gengur svekktur af velli í lok leiksins í dag.Vísir/Getty „Ég er svekktur að við höfum ekki náð að gefa fólkinu heima það sem það vildi. Það brennur innra með okkur. Við getum bara beðist afsökunar að við náðum ekki að láta þetta ganga upp.“ Hann átti erfitt með að útskýra nákvæmlega hvað fór úrskeiðis. Hann sagði ábyrgðina liggja hjá sér. „Þetta er 100% á mína ábyrgð. Við munum skoða það sem þarf að skoða, einnig hvort ég hafi getað gert betur. Að lokum er ábyrgðin alltaf mín.“ Stjarna danska liðsins, Christian Eriksen, segir tilfinninguna eftir tapið í dag vera mjög bitra. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Við náðum aldrei okkar besta leik og það er okkur sjálfum að kenna. Við náðum að dreifa boltanum vel og hlupum fyrir hvern annan. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að skora og náð þannig að opna leikinn. Það bítur okkur í rassinn á endanum.“ HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ Sjá meira
Flestir tippuðu á að danska liðið færi áfram úr D-riðli ásamt Frökkum. Danska liðið náði sér hins vegar aldrei á strik í Katar og er niðurstaðan aðeins eitt stig eftir þrjá leiki og neðsta sæti riðilsins. Eins og við var að búast fóru danskir fjölmiðlar mikinn strax eftir leikinn í dag. Danski miðillinn BT segir erlenda miðla gapa yfir frammistöðu danska liðsins á mótinu og birtir meðal annars dóm Jan Aage Fjortoft, fyrrum landsliðsmanns Noregs, sem segir að aðeins heimamenn í Katar hafi verið slakari á mótinu. I have to be honest. Only Qatar have been worse than Denmark at this World Cup. But in terms of will and energy they have been worst the Danes— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) November 30, 2022 Í umfjöllun DR fá nær allir leikmenn danska liðsins falleinkunn og er meðaltalseinkunn þeirra sextán leikmanna sem komu við sögu í leiknum gegn Ástralíu aðeins 1,1 hjá blaðamanni DR og 0,8 hjá lesendum. Þess má þó geta að hægt er að gefa -3 í einkunn en Anders Christiansen leikmaður Barcelona er sá eini sem fær meira en tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, tekur á sig ábyrgðina eftir að liðið féll úr leik. „Gríðarlegur pirringur og vonbrigði, allar þessar slæmu tilfinningar. Það sýður á mér,“ sagði Hjulmand við DR eftir leikinn í dag. Kasper Hjulmand gengur svekktur af velli í lok leiksins í dag.Vísir/Getty „Ég er svekktur að við höfum ekki náð að gefa fólkinu heima það sem það vildi. Það brennur innra með okkur. Við getum bara beðist afsökunar að við náðum ekki að láta þetta ganga upp.“ Hann átti erfitt með að útskýra nákvæmlega hvað fór úrskeiðis. Hann sagði ábyrgðina liggja hjá sér. „Þetta er 100% á mína ábyrgð. Við munum skoða það sem þarf að skoða, einnig hvort ég hafi getað gert betur. Að lokum er ábyrgðin alltaf mín.“ Stjarna danska liðsins, Christian Eriksen, segir tilfinninguna eftir tapið í dag vera mjög bitra. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Við náðum aldrei okkar besta leik og það er okkur sjálfum að kenna. Við náðum að dreifa boltanum vel og hlupum fyrir hvern annan. Það er svekkjandi að hafa ekki náð að skora og náð þannig að opna leikinn. Það bítur okkur í rassinn á endanum.“
HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ Sjá meira