Frappart verður þá fyrsta konan til að dæma leik á HM karla þegar hún verður með flautuna í leik Þýskalands og Kosta Ríka í riðlakeppni heimsmeistaramótsins.
Frappart verður ekki eina konan sem verður að störfum í þessum leik því Neuza Back og Karen Diaz verða aðstoðardómarar hennar í leiknum. Frappart er 38 ára Frakki en Neuza er frá Brasolíu og Diaz er frá Mexíkó.
Salima Mukansanga frá Rúanda og Yamashita Yoshimi frá Japan eru tvær konur til viðbótar í dómarahópnum á HM í Katar en hafa ekki enn fengið leik.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Frappart skrifar kafla í fótboltasöguna á sínum dómaraferli. Hún var einnig fyrsta konan til að dæma leik í frönsku karladeildoinni, í Meistaradeild karla, í Evrópudeild karla, í Ofurbikar UEFA og í undankeppni HM karla í Evrópu.
Frammistaða Frappart í umspilsleik Íslands og Portúgals í baráttu um sæti á HM næsta sumar er íslensku knattspyrnuáhugafólki enn í fersku minni. Frappart átti þar mjög slakan leik og rak Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur mjög ósanngjarnt út af vellinum.