„Í rauninni erum við bara rændar þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2022 21:39 Glódís Perla Viggósdóttir var ósátt eftir leik. Vísir/Vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir var afar ósátt við Stéphanie Frappart, dómara leiks Íslands og Portúgals í umspili um sæti á HM. Portúgal vann 4-1 eftir framlengdan leik en Ísland var manni færri stóran hluta leiksins. Dómarinn Stéphanie Frappart frá Frakklandi tók umdeildar ákvarðanir sem höfðu mikið að segja. Hún dæmdi mark af Íslandi snemma í síðari hálfleik og gaf Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur rautt spjald þegar hún gaf Portúgal vítaspyrnu skömmu seinna. „Í rauninni erum við bara rændar þessu. Ég er ekki búinn að sjá þetta víti en það eru allir sem segja að þetta var tæpt víti og aldrei rautt spjald. Mér finnst þetta bara hafa verið illa dæmdur leikur frá A til Ö og það er bara skammarlegt sú sem á að vera að einn besti kvendómarinn geri svona mörg mistök og þurfi að fara svona oft í skjáinn í einum leik. Þetta er bara skammarlegt og léleg lína,“ segir Glódís Perla. „Ég næ þessu ekki. Ég hélt það væri búið að taka burt tvöfalda refsingu og þú gætir ekki fengið víti og rautt spjald í sama atvikinu. Þetta er skrýtið, ég hélt hún væri með meiri reynslu og meiri tök á stórum leikjum heldur en þetta. Þetta er bara gríðarlega svekkjandi,“ „Hún tekur mark af okkur sem mér finnst ósanngjarnt og bara í ljósi leiksins. Þær fá allt með sér en við ekki neitt,“ segir Glódís. Glódís Perla segir þá uppsetninguna á umspilinu hafa verið furðulega. Ísland hafi mátt fá heimaleik sem lið í efri styrkleikaflokki. Dregið var hins vegar um hvar leikurinn yrði og Ísland þurfti því að bíða fram á síðustu stundu eftir því að vita hvort liðið færi til Portúgal eða Belgíu þar sem þau lið mættust fyrir nokkrum dögum. „Það er gríðarlega svekkjandi að það hafi í raun ekki gefið okkur neitt að vera næst besta annað sætið af því að við drögumst á útivöll, vitum ekki hvert við erum að fara og við hvern við eigum að spila. Þetta er skrýtið upp sett hjá UEFA og eiginlega öll liðin sem voru í efri styrkleikaflokki fengu útileik,“ Verður erfitt að horfa á HM næsta sumar Glódís segir þá að liðið verði að læra af reynslunni og draumurinn um HM-sæti lifi. Það verði að bíða til 2027. Erfitt verði þá að horfa á HM næsta sumar, verandi ekki á staðnum. „Við lærum af þessu, ekki á morgun og ekki eftir mánuð. Þetta mun liggja í manni lengi held ég. En við munum vonandi taka þessa reynslu með okkur og verðum að gera enn betur í næstu undankeppni,“ „Þetta er ennþá stór draumur hjá okkur öllum. Það hefði verið ótrúlega gaman að gera þetta í dag og vera á leiðinni til Ástralíu næsta sumar. Ég var einhvern veginn ekki búin að sjá neitt annað fyrir mér. Ég var að fara til Ástralíu næsta sumar. Þetta er gríðarlega sárt og það verður erfitt að horfa á mótið næsta sumar,“ segir Glódís. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35 Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 4-1 | Draumurinn úti eftir dýrkeyptan dómarakonsert Portúgal lagði Ísland 4-1 í framlengdum leik í umspili um sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Franski dómarinn Stéphanie Frappart setti sitt mark á leikinn þar sem Ísland spilaði stóran hluta leiksins 10 gegn 11. 11. október 2022 19:35 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ Sjá meira
Dómarinn Stéphanie Frappart frá Frakklandi tók umdeildar ákvarðanir sem höfðu mikið að segja. Hún dæmdi mark af Íslandi snemma í síðari hálfleik og gaf Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur rautt spjald þegar hún gaf Portúgal vítaspyrnu skömmu seinna. „Í rauninni erum við bara rændar þessu. Ég er ekki búinn að sjá þetta víti en það eru allir sem segja að þetta var tæpt víti og aldrei rautt spjald. Mér finnst þetta bara hafa verið illa dæmdur leikur frá A til Ö og það er bara skammarlegt sú sem á að vera að einn besti kvendómarinn geri svona mörg mistök og þurfi að fara svona oft í skjáinn í einum leik. Þetta er bara skammarlegt og léleg lína,“ segir Glódís Perla. „Ég næ þessu ekki. Ég hélt það væri búið að taka burt tvöfalda refsingu og þú gætir ekki fengið víti og rautt spjald í sama atvikinu. Þetta er skrýtið, ég hélt hún væri með meiri reynslu og meiri tök á stórum leikjum heldur en þetta. Þetta er bara gríðarlega svekkjandi,“ „Hún tekur mark af okkur sem mér finnst ósanngjarnt og bara í ljósi leiksins. Þær fá allt með sér en við ekki neitt,“ segir Glódís. Glódís Perla segir þá uppsetninguna á umspilinu hafa verið furðulega. Ísland hafi mátt fá heimaleik sem lið í efri styrkleikaflokki. Dregið var hins vegar um hvar leikurinn yrði og Ísland þurfti því að bíða fram á síðustu stundu eftir því að vita hvort liðið færi til Portúgal eða Belgíu þar sem þau lið mættust fyrir nokkrum dögum. „Það er gríðarlega svekkjandi að það hafi í raun ekki gefið okkur neitt að vera næst besta annað sætið af því að við drögumst á útivöll, vitum ekki hvert við erum að fara og við hvern við eigum að spila. Þetta er skrýtið upp sett hjá UEFA og eiginlega öll liðin sem voru í efri styrkleikaflokki fengu útileik,“ Verður erfitt að horfa á HM næsta sumar Glódís segir þá að liðið verði að læra af reynslunni og draumurinn um HM-sæti lifi. Það verði að bíða til 2027. Erfitt verði þá að horfa á HM næsta sumar, verandi ekki á staðnum. „Við lærum af þessu, ekki á morgun og ekki eftir mánuð. Þetta mun liggja í manni lengi held ég. En við munum vonandi taka þessa reynslu með okkur og verðum að gera enn betur í næstu undankeppni,“ „Þetta er ennþá stór draumur hjá okkur öllum. Það hefði verið ótrúlega gaman að gera þetta í dag og vera á leiðinni til Ástralíu næsta sumar. Ég var einhvern veginn ekki búin að sjá neitt annað fyrir mér. Ég var að fara til Ástralíu næsta sumar. Þetta er gríðarlega sárt og það verður erfitt að horfa á mótið næsta sumar,“ segir Glódís.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35 Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 4-1 | Draumurinn úti eftir dýrkeyptan dómarakonsert Portúgal lagði Ísland 4-1 í framlengdum leik í umspili um sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Franski dómarinn Stéphanie Frappart setti sitt mark á leikinn þar sem Ísland spilaði stóran hluta leiksins 10 gegn 11. 11. október 2022 19:35 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson: „Þetta er aldrei rautt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega súr og svekktur eftir 4-1 tap liðsins gegn Portúgal í framlengdum umspilsleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. 11. október 2022 20:35
Twitter eftir leikinn: Af hverju er þessi dómari ekki bara heima hjá sér að horfa á sjónvarpið? Íslenska kvennalandsliðið í kanttspyrnu heimsótti það portúgalska í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári fyrr í kvöld. Heimakonur frá Portúgal höfðu að lokum betur, lokatölur 4-1 eftir framlengdan leik. 11. október 2022 19:49
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 4-1 | Draumurinn úti eftir dýrkeyptan dómarakonsert Portúgal lagði Ísland 4-1 í framlengdum leik í umspili um sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. Franski dómarinn Stéphanie Frappart setti sitt mark á leikinn þar sem Ísland spilaði stóran hluta leiksins 10 gegn 11. 11. október 2022 19:35