Enski boltinn

Dregið í þriðju um­ferð FA bikarsins: Manchester City mætir Chelsea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Manchester City og Chelsea mætast í 3. umferð FA bikarsins.
Manchester City og Chelsea mætast í 3. umferð FA bikarsins. Visionhaus/Getty Images

Dregið var í þriðju umferð FA bikarsins á Englandi nú rétt í þessu. Stórleikur umferðarinnar er viðureign Englandsmeistara Manchester City og Chelsea.

Nokkuð er um áhugaverða leiki líkt og alltaf en 3. umferð FA bikarsins er alltaf áhugaverð þar sem úrvalsdeildarliðin á Englandi koma inn í keppnina. 

Liverpool lagði Chelsea í úrslitum á síðustu leiktíð en bæði lið mæta úrvalsdeildarfélögum í 3. umferð. Chelsea mætir Man City á meðan Liverpool fær Úlfana í heimsókn.

Það verður einnig úrvalsdeildarslagur á Old Trafford þar sem Manchester United og Everton mætast. Nágrannaliðin Tottenham Hotspur og Arsenal eiga auðveldara verkefni fyrir höndum. 

Tottenham mætir C-deildarliði Portsmouth og Skytturnar mæta Oxford United sem spilar einnig í C-deildinni. Allir leikir 3. umferðar verða leiknir frá 6. til 9. janúar næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.