Nokkuð er um áhugaverða leiki líkt og alltaf en 3. umferð FA bikarsins er alltaf áhugaverð þar sem úrvalsdeildarliðin á Englandi koma inn í keppnina.
Liverpool lagði Chelsea í úrslitum á síðustu leiktíð en bæði lið mæta úrvalsdeildarfélögum í 3. umferð. Chelsea mætir Man City á meðan Liverpool fær Úlfana í heimsókn.
Það verður einnig úrvalsdeildarslagur á Old Trafford þar sem Manchester United og Everton mætast. Nágrannaliðin Tottenham Hotspur og Arsenal eiga auðveldara verkefni fyrir höndum.
Tottenham mætir C-deildarliði Portsmouth og Skytturnar mæta Oxford United sem spilar einnig í C-deildinni. Allir leikir 3. umferðar verða leiknir frá 6. til 9. janúar næstkomandi.
The draw has been made for the #EmiratesFACup third round proper
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) November 28, 2022