Fótbolti

Aðalmarkvörður Kamerún í agabann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andre Onana á að hafa rifist við landsliðsþjálfarann Rigobert Song.
Andre Onana á að hafa rifist við landsliðsþjálfarann Rigobert Song. Getty/Stuart Franklin

André Onana mun ekki standa í marki Kamerún í dag þegar liðið mætir Serbíu á heimsmeistaramótinu í Katar.

Onan er ekki í leikbanni eða meiddur heldur er þetta innanhúss ákvörðun.

Samkvæmt frétt AFP þá hefur markvörðurinn verið settur í agabann. Hann hafi spilað sinn síðasta leik á þessu heimsmeistaramóti.

Hinn 26 ára gamli Onana er einn þekktasti leikmaður kamerúnska landsliðsins en hann leikur með Internazionale á Ítalíu. Onana spilaði lengi með Ajax í Hollandi við góðan orðstír.

Fréttirnar bárust aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leikinn en ekki er alveg vitað hvað Onana gerði af sér til að vera settur í slíkt bann. Fabrizio Romano segir þó að þetta sé vegna deilna við þjálfarann um hvernig markmaðurinn spilar á vellinum.

Í marki Kamerún stendur því Devis Epassy sem spilar með Abha í Sádí Arabíu.

Onana hefur spilað 34 landsleiki fyrir Kamerún og stóð í markinu í 1-0 tapi á móti Sviss í fyrsta leik liðsins á HM í Katar.

Kamerún er úr leik tapi liðið á móti Serbíu í fyrsta leik dagsins á sama tíma og Brasilía tapar ekki á móti Sviss seinna í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.