Óvarkárt orðalag um afbrot ýtir undir fordóma Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2022 21:14 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur Stöð 2 „Þetta snýst fyrst og fremst um orðanotkun. Ég held að það væri farsælla fyrir alla að sleppa því að nota þetta og hugsa um þetta á annan hátt,“ segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur en hún telur óvarkárt orðalag um afbrot ala á fordómum. Í kjölfar árásarinnar á Bankastræti Club nú á dögunum hafa miklar umræður átt sér stað um aukna tíðni ofbeldisglæpa. Margrét ræddi við Sprengisand um málið. „Ísland hefur breyst, það er staðreynd. Við erum orðin miklu fjölbreyttara samfélag en við vorum fyrir tveimur áratugum og það getur í sjálfu sér haft allskonar afleiðingar fyrir Ísland. En svo eru þetta auðvitað líka þessir fordómar sem eru til staðar í íslensku samfélagi: þessi ótti okkar við þetta breytta samfélag. Það ýtir undir og gerir allt pínulítið dramatískara. Og við erum hræddari fyrir vikið, það held ég að sé alveg öruggt. Og þá notum við kannski orðalag sem við myndum ekki nota til að lýsa gerendum, eins og í árásarmálum.“ Margrét segir að bregðast þurfi við skipulagðri glæpastarfsemi, auknum árásum og auknum hnífaburði meðal ungs fólks. „Við getum brugðist við af svakalegri hörku í réttarvörslukerfinu, með hörðum refsingum, sem rannsókn eftir rannsókn sýnir okkur að virkar ekki mjög vel. Eða við getum farið í aðeins flóknari en árangursríkari aðgerðir og skoðað, hver er rótin að þessu? Hvað getum við mögulega gert þannig að ungir strákar sjái þetta ekki sem einhverja leið, að taka þátt í einhverjum svona hópum sem snúast um það að þú þurfir að sýna hörku, vera tilbúin til að ganga lengra og vera með vopn?“ Sem dæmi um aðgerðir nefnir Margrét stuðning innan skólakerfisins. „Í fyrsta lagi einhverskonar forvarnarstarf sem snýst um að breyta viðhorfunum, þannig að þetta sé ekki talið kúl. Og gera fólk ljóst hvað það er í rauninni alvarlegt að vera með vopn. Og síðan að grípa ungt fólk þegar það fer að ganga illa í skólanum og hegðunarvandamál koma upp, og veita þann stuðning sem þarf til að koma fólki á rétta braut. Finna nýjar leiðir til að auka þáttöku í frístundum og íþróttastarfi, svo strákarnir geti fengið útrás þar.“ Þá bendir Margrét á að þrátt fyrir að nýleg mál gefi til kynna að Ísland séað breytast þegar kemur að árásum og ofbeldisglæpum þá gefi umfjöllun fjölmiðla ekki endilega rétta mynd af stöðunni. Umfjöllunin sé oft á tíðum svolítið „dramatísk“ og ekki endilega í samræmi við gögn og kannanir sem mæla ofbeldishegðun hér á landi. „Það er bara aðferðafræði 101 að skoða ekki umfjöllun fjölmiðla til mæla einhverskonar breytingar, það er ýmislegt sem getur haft áhrif á það,“ segir Margrét. „Tíðni ofbeldis lækkaði á Íslandi og það varð friðsælla og síðan höfum við verið að hækka á síðustu árum. Og það er alveg raunverulegt og við þurfum að skoða það.“ Þá telur Margrét að ekki sé hægt að fullyrða að Ísland sé komið á sama stað og nágrannaþjóðirnar þegar kemur að gengjastríðum. „En það er samt gott að taka þetta alvarlega, við viljum auðvitað ekki sjá gengjastríð með byssum hérna eftir nokkur ár,“ segir Margrét og bætir við: „Við erum ekki komin þangað, það er bara algjörlega skýrt, en við þurfum líka að komast hjá því að fara nokkurn tímann þangað.“ Hnífstunguárás á Bankastræti Club Sprengisandur Lögreglumál Tengdar fréttir „Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að styrkja lögregluna og þá sérstaklega varðandi rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi og varðandi forvarnir. Aukin notkun stunguvopna kallaði líka eftir því að lögregluþjónar fengju rafmagnsbyssur. 27. nóvember 2022 13:32 Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10 Fimmtán ára piltur í Grafarvogi stakk jafnaldra sinn Fimmtán ára piltur stakk jafnaldra sinn með hníf seint í gærkvöldi. Árásin átti sér stað í Rimahverfi í Grafarvogi. Gunnar Smári Sigurgeirsson, íbúi í hverfinu, birti færslu á Instagram í gærkvöldi þar sem hann lýsti aðstæðum og birti jafnframt ljósmynd af vettvangi. 24. nóvember 2022 12:57 Sá yngsti í haldi sautján ára og sá elsti fjörutíu ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Í kjölfar árásarinnar á Bankastræti Club nú á dögunum hafa miklar umræður átt sér stað um aukna tíðni ofbeldisglæpa. Margrét ræddi við Sprengisand um málið. „Ísland hefur breyst, það er staðreynd. Við erum orðin miklu fjölbreyttara samfélag en við vorum fyrir tveimur áratugum og það getur í sjálfu sér haft allskonar afleiðingar fyrir Ísland. En svo eru þetta auðvitað líka þessir fordómar sem eru til staðar í íslensku samfélagi: þessi ótti okkar við þetta breytta samfélag. Það ýtir undir og gerir allt pínulítið dramatískara. Og við erum hræddari fyrir vikið, það held ég að sé alveg öruggt. Og þá notum við kannski orðalag sem við myndum ekki nota til að lýsa gerendum, eins og í árásarmálum.“ Margrét segir að bregðast þurfi við skipulagðri glæpastarfsemi, auknum árásum og auknum hnífaburði meðal ungs fólks. „Við getum brugðist við af svakalegri hörku í réttarvörslukerfinu, með hörðum refsingum, sem rannsókn eftir rannsókn sýnir okkur að virkar ekki mjög vel. Eða við getum farið í aðeins flóknari en árangursríkari aðgerðir og skoðað, hver er rótin að þessu? Hvað getum við mögulega gert þannig að ungir strákar sjái þetta ekki sem einhverja leið, að taka þátt í einhverjum svona hópum sem snúast um það að þú þurfir að sýna hörku, vera tilbúin til að ganga lengra og vera með vopn?“ Sem dæmi um aðgerðir nefnir Margrét stuðning innan skólakerfisins. „Í fyrsta lagi einhverskonar forvarnarstarf sem snýst um að breyta viðhorfunum, þannig að þetta sé ekki talið kúl. Og gera fólk ljóst hvað það er í rauninni alvarlegt að vera með vopn. Og síðan að grípa ungt fólk þegar það fer að ganga illa í skólanum og hegðunarvandamál koma upp, og veita þann stuðning sem þarf til að koma fólki á rétta braut. Finna nýjar leiðir til að auka þáttöku í frístundum og íþróttastarfi, svo strákarnir geti fengið útrás þar.“ Þá bendir Margrét á að þrátt fyrir að nýleg mál gefi til kynna að Ísland séað breytast þegar kemur að árásum og ofbeldisglæpum þá gefi umfjöllun fjölmiðla ekki endilega rétta mynd af stöðunni. Umfjöllunin sé oft á tíðum svolítið „dramatísk“ og ekki endilega í samræmi við gögn og kannanir sem mæla ofbeldishegðun hér á landi. „Það er bara aðferðafræði 101 að skoða ekki umfjöllun fjölmiðla til mæla einhverskonar breytingar, það er ýmislegt sem getur haft áhrif á það,“ segir Margrét. „Tíðni ofbeldis lækkaði á Íslandi og það varð friðsælla og síðan höfum við verið að hækka á síðustu árum. Og það er alveg raunverulegt og við þurfum að skoða það.“ Þá telur Margrét að ekki sé hægt að fullyrða að Ísland sé komið á sama stað og nágrannaþjóðirnar þegar kemur að gengjastríðum. „En það er samt gott að taka þetta alvarlega, við viljum auðvitað ekki sjá gengjastríð með byssum hérna eftir nokkur ár,“ segir Margrét og bætir við: „Við erum ekki komin þangað, það er bara algjörlega skýrt, en við þurfum líka að komast hjá því að fara nokkurn tímann þangað.“
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Sprengisandur Lögreglumál Tengdar fréttir „Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að styrkja lögregluna og þá sérstaklega varðandi rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi og varðandi forvarnir. Aukin notkun stunguvopna kallaði líka eftir því að lögregluþjónar fengju rafmagnsbyssur. 27. nóvember 2022 13:32 Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10 Fimmtán ára piltur í Grafarvogi stakk jafnaldra sinn Fimmtán ára piltur stakk jafnaldra sinn með hníf seint í gærkvöldi. Árásin átti sér stað í Rimahverfi í Grafarvogi. Gunnar Smári Sigurgeirsson, íbúi í hverfinu, birti færslu á Instagram í gærkvöldi þar sem hann lýsti aðstæðum og birti jafnframt ljósmynd af vettvangi. 24. nóvember 2022 12:57 Sá yngsti í haldi sautján ára og sá elsti fjörutíu ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að styrkja lögregluna og þá sérstaklega varðandi rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi og varðandi forvarnir. Aukin notkun stunguvopna kallaði líka eftir því að lögregluþjónar fengju rafmagnsbyssur. 27. nóvember 2022 13:32
Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. 26. nóvember 2022 12:10
Fimmtán ára piltur í Grafarvogi stakk jafnaldra sinn Fimmtán ára piltur stakk jafnaldra sinn með hníf seint í gærkvöldi. Árásin átti sér stað í Rimahverfi í Grafarvogi. Gunnar Smári Sigurgeirsson, íbúi í hverfinu, birti færslu á Instagram í gærkvöldi þar sem hann lýsti aðstæðum og birti jafnframt ljósmynd af vettvangi. 24. nóvember 2022 12:57
Sá yngsti í haldi sautján ára og sá elsti fjörutíu ára Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. 23. nóvember 2022 17:59