Sá yngsti í haldi sautján ára og sá elsti fjörutíu ára Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. nóvember 2022 17:59 Alls sitja tíu manns í gæsluvarðhaldi sem stendur en lögreglan hefur handtekið þrjátíu manns vegna stunguárásarinnar á Bankastræti club. Vísir/Ívar Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli. Þetta kemur fram í tilkynningu fra lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að tugir lögreglumanna hafi unnið sleitulaust að rannsókn málsins, auk þess sem embættið hafi jafnframt notið góðrar aðstoðar annarra lögregluliða vegna þessa. Árásarmennirnir eru um þrjátíu talsins, „þótt þeir hafi haft sig mismikið í frammi,“ segir enn fremur í tilkynninunni. „Ekki síst í ljósi þessa fjölda er um mjög umfangsmikla rannsókn að ræða, en þrjátíu hafa verið handteknir í þágu hennar. Sextán hafa enn fremur verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, ýmist í eina viku eða tvær, en einum hefur verið sleppt. Núna eru tíu í haldi lögreglu, en sá yngsti þeirra er sautján ára en sá elsti er á fertugsaldri. Fáheyrt er að svo margir sitji í gæsluvarðhaldi í einu og sama málinu.“ Samhliða eru til rannsóknar tilvik um hótanir og skemmdarverk á íbúðarhúsnæði undanfarna daga, sem talin eru tengjast árásinni í miðborginni, og eru þau sögð hafa skapað mikla hættu. „Eftir að málið kom upp hefur lögreglan aukið viðbúnað sinn og svo verður áfram og munu þess til dæmis sjást merki um komandi helgi vegna þeirra hótana sem settar hafa verið fram.“ Þá segir í tilkynningunni að lögreglan skoði hvernig myndefni af árásinni í miðborginni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður hennar hafi átt þar hlut að máli. Slíkt er litið alvarlegum augum og er það til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara, sem var þegar gert viðvart vegna þessa. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu fra lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að tugir lögreglumanna hafi unnið sleitulaust að rannsókn málsins, auk þess sem embættið hafi jafnframt notið góðrar aðstoðar annarra lögregluliða vegna þessa. Árásarmennirnir eru um þrjátíu talsins, „þótt þeir hafi haft sig mismikið í frammi,“ segir enn fremur í tilkynninunni. „Ekki síst í ljósi þessa fjölda er um mjög umfangsmikla rannsókn að ræða, en þrjátíu hafa verið handteknir í þágu hennar. Sextán hafa enn fremur verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, ýmist í eina viku eða tvær, en einum hefur verið sleppt. Núna eru tíu í haldi lögreglu, en sá yngsti þeirra er sautján ára en sá elsti er á fertugsaldri. Fáheyrt er að svo margir sitji í gæsluvarðhaldi í einu og sama málinu.“ Samhliða eru til rannsóknar tilvik um hótanir og skemmdarverk á íbúðarhúsnæði undanfarna daga, sem talin eru tengjast árásinni í miðborginni, og eru þau sögð hafa skapað mikla hættu. „Eftir að málið kom upp hefur lögreglan aukið viðbúnað sinn og svo verður áfram og munu þess til dæmis sjást merki um komandi helgi vegna þeirra hótana sem settar hafa verið fram.“ Þá segir í tilkynningunni að lögreglan skoði hvernig myndefni af árásinni í miðborginni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður hennar hafi átt þar hlut að máli. Slíkt er litið alvarlegum augum og er það til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara, sem var þegar gert viðvart vegna þessa.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira