Fimmtán ára piltur í Grafarvogi stakk jafnaldra sinn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 12:57 Meðfylgjandi ljósmynd birti Gunnar Smári í færslu sinni á Instagram í gærkvöldi en þar má sjá lögreglumenn hlúa að fórnarlambi hnífstungunnar. Fimmtán ára piltur stakk jafnaldra sinn með hníf seint í gærkvöldi. Árásin átti sér stað í Rimahverfi í Grafarvogi. Gunnar Smári Sigurgeirsson, íbúi í hverfinu, birti færslu á Instagram í gærkvöldi þar sem hann lýsti aðstæðum og birti jafnframt ljósmynd af vettvangi. Gunnar Smári lýsir því að þrír einstaklingar hafi hlaupið af vettvangi og að einn hafi verið stunginn. Ekki hafi þó mikið blætt úr manninum og að lögregla og sjúkrabíll hafi verið fljót á vettvang. Óhugnanlegt að krakkar séu með hnífa á sér Í færslunni segir Gunnar Smári ennfremur að nágrannar hafi margir farið út á svalir og orðið vitni að árásinni. Hann segist ekki vita hvað hafi farið á milli piltanna þriggja og þess sem fyrir árásinni varð. Þó sé óhugnanlegt að vita til þess að krakkar séu með hnífa á sér og reiðubúnir að nota þá. Í samtali við Vísi segir Gunnar að atvikið hafi átt sér stað í kringum ellefuleytið í gærkvöldi. „Það var hellingur af fólki þarna, þetta var beint fyrir neðan íbúðarhús. Mér skilst að það hafi verið þarna þrír aðilar sem hlupu í burtu og svo þrír aðilar sem urðu eftir. Svo sá ég þarna tvær löggur hlúa að honum og tvær sem voru að tala við vitni.“ Árásarmaðurinn í haldi Í samtali við Vísi staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að málið sé á borði miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús en er að sögn Margeirs ekki í lífshættu. „Árásarmaðurinn er í haldi og það verður rætt við hann seinna í dag.“ Þá segir Margeir að umrædd árás sé ekki tengd hópárásinni sem átti sér stað á Bankastræti Club í síðustu viku. „Nei, það er staðfest, þetta er aðskilið.“ Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Gunnar Smári lýsir því að þrír einstaklingar hafi hlaupið af vettvangi og að einn hafi verið stunginn. Ekki hafi þó mikið blætt úr manninum og að lögregla og sjúkrabíll hafi verið fljót á vettvang. Óhugnanlegt að krakkar séu með hnífa á sér Í færslunni segir Gunnar Smári ennfremur að nágrannar hafi margir farið út á svalir og orðið vitni að árásinni. Hann segist ekki vita hvað hafi farið á milli piltanna þriggja og þess sem fyrir árásinni varð. Þó sé óhugnanlegt að vita til þess að krakkar séu með hnífa á sér og reiðubúnir að nota þá. Í samtali við Vísi segir Gunnar að atvikið hafi átt sér stað í kringum ellefuleytið í gærkvöldi. „Það var hellingur af fólki þarna, þetta var beint fyrir neðan íbúðarhús. Mér skilst að það hafi verið þarna þrír aðilar sem hlupu í burtu og svo þrír aðilar sem urðu eftir. Svo sá ég þarna tvær löggur hlúa að honum og tvær sem voru að tala við vitni.“ Árásarmaðurinn í haldi Í samtali við Vísi staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að málið sé á borði miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús en er að sögn Margeirs ekki í lífshættu. „Árásarmaðurinn er í haldi og það verður rætt við hann seinna í dag.“ Þá segir Margeir að umrædd árás sé ekki tengd hópárásinni sem átti sér stað á Bankastræti Club í síðustu viku. „Nei, það er staðfest, þetta er aðskilið.“
Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda