Fótbolti

Messi færist nær Miami

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lionel Messi og fjölskylda gætu flutt til Miami næsta sumar.
Lionel Messi og fjölskylda gætu flutt til Miami næsta sumar. EPA-EFE/Noushad Thekkayil

Lionel Messi mun að öllum líkindum ganga í raðir Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í sumar. Hann yrði launahæsti leikmaður í sögu deildarinnar. Messi er ekki eini leikmaðurinn orðaður við Inter Miami en Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins, er einnig sagður vera á leiðinni til félagsins.

Hinn 35 ára gamli Argentínumaður er í dag leikmaður Frakklandsmeistara París Saint-Germain en samningur hans í París rennur út í sumar. Samkvæmt The Sunday Times hefur Messi náð samkomulagi við Inter Miami um að ganga í raðir félagsins í sumar.

David Beckham er meðal eiganda Inter Miami og talið er að hann sé stór ástæða þess að Messi sé áhugasumar um að ganga í raðir félagsins. Þá hjálpar það til að Messi verði launahæsti leikmaður í sögu MLS.

Einnig er talið að Messi muni einhvern veginn koma að auglýsingum fyrir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. 

Beckham og félagar eru stórhuga og stefna á að semja við hinn 34 ára gamla Sergio Busquets í sumar þegar samningur hans hjá Barcelona rennur út. Busquets hefur verið á mála hjá Barcelona allan sinn feril en nú virðist sem hann og Messi munu sameina krafta sína á nýjan leik í Miami.


Tengdar fréttir

Argentínumenn héldu vonum sínum á lífi

Eftir óvænt tap gegn Sádí-Arabíu í fyrsta leik þurfu Lionel Messi og félagar hans í argentínska landsliðinu sárlega á sigri að halda gegn Mexíkó í seinasta leik dagsins á HM í Katar. Messi og Enzo Fernandez sáu um markaskorun Argentínumanna og niðurstaðan 2-0 sigur.

Sádar toppuðu Ísland og sigruðu Messi

Sádi-Arabía töfraði fram einhvern óvæntasta sigur í allri sögu HM karla í fótbolta þegar liðið hafði betur gegn Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×