Sjáðu hópslagsmálin þegar allt sauð upp úr í leik Zenit og Spartak Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2022 07:01 Erfitt er að sjá hvað orsakaði hópslagsmálin. Á myndinni má sjá Quincy Promes [til vinstri] og Shamar Nicholson [til hægri] ásamt dómara leiksins og þeim Wilmar Barrios, og Rodrigo. Mike Kireev/Getty Images Zenit St. Pétursborg og Spartak Moskva áttust við í rússneska bikarnum í knattspyrnu á sunnudag. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að það sauð allt upp úr í leiknum og á endanum fengu sex leikmenn rautt spjald eftir hópslagsmál undir lok leiks. Þá höfðu alls tíu gul spjöld farið á loft í venjulegum leiktíma. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu fékk rússneska landsliðið ekki tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fótbolta sem fer nú fram í Katar. Þar sem Rússland er ekki í Katar þá er engin ástæða til að spila ekki í Rússlandi, sama hvort um er að ræða deildarleiki eða bikarleiki. Í gær mættust tvö bestu lið landsins, Zenit og Spartak, í B-riðli bikarkeppninnar. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað knattspyrnulega séð en aðdáendur UFC og hnefaleika fengu eitthvað fyrir peninginn undir lok leiks. Það má svo sannarlega að segja að baráttuandi beggja liða hafi verið til staðar. Fyrri hálfleikur var heldur betur leiðinlegur en virtist þó sem bæði lið hafi ákveðið að láta finna betur fyrir sér í síðari hálfleik. Gestirnir í Spartak virtust heldur tilbúnari og fengu fjögur gul spjöld áður en heimaliðið nældi í sitt fyrsta. Gula spjaldið fór tíu sinnum á loft.Mike Kireev/Getty Images Byrjunarlið Zenit var skipað sex Brasilíumönnum, fjórum Rússum og einum Kólumbíumanni. Virtist sem heimamenn væru að einbeita sér að fótboltanum á meðan Spartak, þar sem byrjunarliðið var skipað níu Rússum ásamt einum Hollendingi og einum Pólverja virtist halda að fjöldi gulra spjalda gæti tryggt þeim sigur. Þegar 90 mínútur voru liðnar hafði heimaliðið nælt sér í fjögur gul spjöld á meðan gestirnir höfðu fengið sex og unnu því keppnina um fjölda gul spjöld. Staðan var hins vegar enn markalaus og virtist það fara illa í mannskapinn. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem allt sauð upp úr og leikmönnum beggja liða lenti saman. Á endanum ákvað dómarinn að reka sex leikmenn af velli, þrjá úr hvoru liði. Wilmar Barrios, Rodrigo og Malcom fengu rautt í liði Zenit á meðan Shamar Nicholson, Aleksandr Selikhov og Alexander Sobolev fengu rautt í liði Spartak. Things got a little bit tasty in the Zenit vs Spartak clash today pic.twitter.com/GUGXde467e— The Sun Football (@TheSunFootball) November 27, 2022 Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Zenit vann eftir vítaspyrnukeppni. Það hafði þó engin áhrif á stöðu liðanna í B-riðli bikarkeppninnar. Spartak vinnur riðilinn og fer áfram á meðan Zenit fer í umspil þar sem liðið endaði í 3. sæti af fjórum liðum. Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Sjá meira
Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu fékk rússneska landsliðið ekki tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fótbolta sem fer nú fram í Katar. Þar sem Rússland er ekki í Katar þá er engin ástæða til að spila ekki í Rússlandi, sama hvort um er að ræða deildarleiki eða bikarleiki. Í gær mættust tvö bestu lið landsins, Zenit og Spartak, í B-riðli bikarkeppninnar. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað knattspyrnulega séð en aðdáendur UFC og hnefaleika fengu eitthvað fyrir peninginn undir lok leiks. Það má svo sannarlega að segja að baráttuandi beggja liða hafi verið til staðar. Fyrri hálfleikur var heldur betur leiðinlegur en virtist þó sem bæði lið hafi ákveðið að láta finna betur fyrir sér í síðari hálfleik. Gestirnir í Spartak virtust heldur tilbúnari og fengu fjögur gul spjöld áður en heimaliðið nældi í sitt fyrsta. Gula spjaldið fór tíu sinnum á loft.Mike Kireev/Getty Images Byrjunarlið Zenit var skipað sex Brasilíumönnum, fjórum Rússum og einum Kólumbíumanni. Virtist sem heimamenn væru að einbeita sér að fótboltanum á meðan Spartak, þar sem byrjunarliðið var skipað níu Rússum ásamt einum Hollendingi og einum Pólverja virtist halda að fjöldi gulra spjalda gæti tryggt þeim sigur. Þegar 90 mínútur voru liðnar hafði heimaliðið nælt sér í fjögur gul spjöld á meðan gestirnir höfðu fengið sex og unnu því keppnina um fjölda gul spjöld. Staðan var hins vegar enn markalaus og virtist það fara illa í mannskapinn. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem allt sauð upp úr og leikmönnum beggja liða lenti saman. Á endanum ákvað dómarinn að reka sex leikmenn af velli, þrjá úr hvoru liði. Wilmar Barrios, Rodrigo og Malcom fengu rautt í liði Zenit á meðan Shamar Nicholson, Aleksandr Selikhov og Alexander Sobolev fengu rautt í liði Spartak. Things got a little bit tasty in the Zenit vs Spartak clash today pic.twitter.com/GUGXde467e— The Sun Football (@TheSunFootball) November 27, 2022 Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Zenit vann eftir vítaspyrnukeppni. Það hafði þó engin áhrif á stöðu liðanna í B-riðli bikarkeppninnar. Spartak vinnur riðilinn og fer áfram á meðan Zenit fer í umspil þar sem liðið endaði í 3. sæti af fjórum liðum.
Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Sjá meira