Neymar drama á varamannabekk Brassana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 07:30 Neymar situr sárþjáður á grasinu eftir að hafa meiðst á hægri ökkla í sigurleik Brasilíu í gær. AP/Andre Penner Það fer ekki fram heimsmeistarakeppni í fótbolta án þess að Brasilíumenn skelli sér á fulla ferð í Neymar rússíbananum. Brasilíumenn fögnuðu sigri í fyrsta leik sínum á HM í Katar í gærkvöldi en áhyggjurnar eftir leik snérust um stórstjörnu liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það var mikil dramatík á varamannabekknum þegar Neymar virtist vera algjörlega niðurbrotinn á meðan liðsfélagarnir reyndu að hugga hann. Neymar grét á bekknum og óttast væntanlega að HM sé í uppnámi hjá honum. Það var líka mikil dramatík þegar Neymar meiddist á HM í Brasilíu 2014 og missti þá af undanúrslitaleiknum sem Brassar töpuðu 7-1 á móti Þjóðverjum. Brasilíumenn gengu þá til leiks með búning Neymars og héldu honum uppi á liðsmyndinni. Það má búast við því að fréttir úr brasilísku búðunum snúist mikið um stórstjörnuna fram að næsta leik. Neymar meiddist á ökkla eftir tæklingu frá Serbanum Nikola Milenkovic og þurfti að yfirgefa völlinn á 80. mínútu. Eftir leikinn sáu menn líka að ökklinn leit alls ekki vel út þegar Neymar var búinn að fara sokknum eins og sjá má hér fyrir neðan. Miðað við þessar myndir eru ekki miklar líkur á því að Neymar spili næsta leik Brasilíumanna en brasilíski læknirinn var tekinn í viðtal eftir leik. „Neymar er meiddur á hægri ökkla eftir að hafa fengið högg. Hann mun vera hjá sjúkraþjálfurum á næstunni en við þurfum að bíða í 24 til 48 klukkutíma til að meta stöðuna betur. Það er engin myndataka á dagskránni. Við verðum bara að bíða og getum ekki sagt meira á þessari stundu,“ sagði liðslæknirinn Rodrigo Lasmar. „Hann fann verk allan leikinn en ákvað að vera áfram inn á vellinum í ellefu mínútur eftir tæklinguna til að hjálpa liðinu. Það er merkilegt að hann gerði það,“ sagði Lasmar. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Brasilíumenn fögnuðu sigri í fyrsta leik sínum á HM í Katar í gærkvöldi en áhyggjurnar eftir leik snérust um stórstjörnu liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það var mikil dramatík á varamannabekknum þegar Neymar virtist vera algjörlega niðurbrotinn á meðan liðsfélagarnir reyndu að hugga hann. Neymar grét á bekknum og óttast væntanlega að HM sé í uppnámi hjá honum. Það var líka mikil dramatík þegar Neymar meiddist á HM í Brasilíu 2014 og missti þá af undanúrslitaleiknum sem Brassar töpuðu 7-1 á móti Þjóðverjum. Brasilíumenn gengu þá til leiks með búning Neymars og héldu honum uppi á liðsmyndinni. Það má búast við því að fréttir úr brasilísku búðunum snúist mikið um stórstjörnuna fram að næsta leik. Neymar meiddist á ökkla eftir tæklingu frá Serbanum Nikola Milenkovic og þurfti að yfirgefa völlinn á 80. mínútu. Eftir leikinn sáu menn líka að ökklinn leit alls ekki vel út þegar Neymar var búinn að fara sokknum eins og sjá má hér fyrir neðan. Miðað við þessar myndir eru ekki miklar líkur á því að Neymar spili næsta leik Brasilíumanna en brasilíski læknirinn var tekinn í viðtal eftir leik. „Neymar er meiddur á hægri ökkla eftir að hafa fengið högg. Hann mun vera hjá sjúkraþjálfurum á næstunni en við þurfum að bíða í 24 til 48 klukkutíma til að meta stöðuna betur. Það er engin myndataka á dagskránni. Við verðum bara að bíða og getum ekki sagt meira á þessari stundu,“ sagði liðslæknirinn Rodrigo Lasmar. „Hann fann verk allan leikinn en ákvað að vera áfram inn á vellinum í ellefu mínútur eftir tæklinguna til að hjálpa liðinu. Það er merkilegt að hann gerði það,“ sagði Lasmar. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira