Fótbolti

Guðrún og stöllur máttu þola tap í Portúgal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðrún í baráttunni í leik kvöldsins.
Guðrún í baráttunni í leik kvöldsins. Gualter Fatia/Getty Images

Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í sænska liðinu Rosengård máttu þola 1-0 tap er liðið heimsótti Benfica í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Guðrún lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård, en það var hin íslensk-kanadíska Cloé Eyja Lacasse sem skoraði eina mark leiksins á 23. mínútu.

Fyrir leikinn voru bæði lið án stiga í þriðja og fjórða sæti D-riðilsins, en með þeim í riðli eru Barcelona og Bayern München. Benfica er nú í þriðja sæti með þrjú stig, en Rosengård rekur enn lestina án stiga.

Þá var Sara Björk Gunnarsdóttir fjarri góðu gamni er Juventus tók á móti Arsenal. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og liðin sitja í efstu tveimur sætum C-riðils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×