Fótbolti

Ronaldo fyrstur til að skora á fimm heimsmeistaramótum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Cristiano Ronaldo verð í dag sá fyrsti í sögunni til að skora á fimm mismunandi heimsmeistaramótum.
Cristiano Ronaldo verð í dag sá fyrsti í sögunni til að skora á fimm mismunandi heimsmeistaramótum. Eric Verhoeven/Soccrates/Getty Images

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano ROnaldo varð í dag sá fyrsti í sögunni til að skora á fimm mismunandi heimsmeistaramótum. Ronaldo skoraði fyrsta mark Portúgal er liðið vann 3-2 sigur gegn Gana.

Markið skoraði Ronaldo úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 65. mínútu leiksins. Joao Felix og Rafael Leao bættu sínu markinu hvor við fyrir liðið og portúgalska liðið tók stigin þrjú.

Eins og áður segir var þetta fimmta heimsmeistaramótið í röð sem Ronaldo skorar fyrir þjóð sína.

Fjórir leikmenn hafa skorað á fjórum heimsmeistaramótum, en það eru þeir Péle (Brasilía), Uwe Seeler (Vestur-Þýskaland), Miroslav Klose (Þýskaland) og Lionel Messi (Argentína).

Ronaldo og Messi eru þeir einu sem enn eru að spila fótbolta, en Þeir eru orðnir 37 og 35 ára gamlir. Það verður því að teljast ansi ólíklegt að Ronaldo bæti þetta met enn frekar og skori á sínu sjötta heimsmeistaramóti og þá hefur Messi einnig talað um að þetta verði hans seinasta mót og því mun hann ekki jafna met kollega síns.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.