Flutti inn kókaín frá Mallorca í skósólum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 11:52 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness Litháenskur karlmaður hefur verið dæmdur til sjö mánaðar fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaíni. Efnin voru falin í skósólum skópars í ferðatösku, en maðurinn kom til landsins frá Mallorca á Spáni í september síðastliðnum. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóminn 22. nóvember síðastliðinn. Ákærða var gefið að sök að hafa þann 1. september brotið gegn lögum um ávana-og fíkniefni með því að hafa staðið að innflutningi á samtals 321,89 grömmum af kókaíni, ætluðum til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn flutti inn 321,89 grömm af kókaíni, ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.Getty Maðurinn var á leið til landsins frá Palma De Mallorca og hafði falið efnin í skósólum skópars sem var í ferðatösku sem hann hafði meðferðis. Hann var stöðvaður í grænu tollhliði í komusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Játaði brotin og krafðist vægustu refsingar Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi og krafðist vægustu refsingar. Þá var þess krafist að allur sakarkostnaður málsins yrði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnalaun skipaðs verjanda. Maðurinn hefur ekki gerst brotlegur við lög hér á landi áður og var horft til þess við ákvörðun refsingar. Fram kemur í dómsorðum að hinsvegar verði ekki fram hjá því litið að um sé að ræða innflutning á umtalsverðu magni hættulegra fíkniefna, af þó nokkrum styrkleika, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Var maðurinn því dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar. Efnin voru falin í skósólumGetty Þá var ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar málsins í samræmi við sakarkostnaðaryfirlit, 249.532 krónur, auk málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, 920.700 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og 84.000 króna aksturskostnað lögmannsins. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóminn 22. nóvember síðastliðinn. Ákærða var gefið að sök að hafa þann 1. september brotið gegn lögum um ávana-og fíkniefni með því að hafa staðið að innflutningi á samtals 321,89 grömmum af kókaíni, ætluðum til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn flutti inn 321,89 grömm af kókaíni, ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.Getty Maðurinn var á leið til landsins frá Palma De Mallorca og hafði falið efnin í skósólum skópars sem var í ferðatösku sem hann hafði meðferðis. Hann var stöðvaður í grænu tollhliði í komusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Játaði brotin og krafðist vægustu refsingar Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi og krafðist vægustu refsingar. Þá var þess krafist að allur sakarkostnaður málsins yrði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnalaun skipaðs verjanda. Maðurinn hefur ekki gerst brotlegur við lög hér á landi áður og var horft til þess við ákvörðun refsingar. Fram kemur í dómsorðum að hinsvegar verði ekki fram hjá því litið að um sé að ræða innflutning á umtalsverðu magni hættulegra fíkniefna, af þó nokkrum styrkleika, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Var maðurinn því dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar. Efnin voru falin í skósólumGetty Þá var ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar málsins í samræmi við sakarkostnaðaryfirlit, 249.532 krónur, auk málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, 920.700 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og 84.000 króna aksturskostnað lögmannsins.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira