Félagsmenn Vilhjálms ekki með neinar tær á Tenerife Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 24. nóvember 2022 10:30 Vilhjálmur Birgisson, á tröppum Stjórnarráðshússins í morgun. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi stýrivaxtahækkun Seðlabankans harkalega er hann gekk inn á fund forsætisráðherra sem boðað var til með aðilum vinnumarkaðarins í morgun með nær engum fyrirvara. „Við komum hingað til að hlusta,“sagði Vilhjálmur í viðtali við Heimi Má Pétursson á tröppum Stjórnarráðshússins þegar hann mætti til fundar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan 9:30 í morgun. Katrín hafði þar boðað samningsaðila í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði til óvænts fundar. Tilefnið virðist vera staðan sem uppi er komin í kjaraviðræðum eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær, sem aðilar vinnumarkaðarins, þá sérstaklega forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar gagnrýndu harkalega í gær. Vilhjálmur dró ekki úr gagnrýninni fyrir utan Stjórnarráðshúsið í morgun. „Við vorum sett í mjög erfiða stöðu í gær. Við finnum hvernig greiðslubyrði okkar félagsmanna hefur verið að íþyngjast núna á liðnum mánuðun. Það er alveg ljóst að þetta er okkar eina tækifæri til að bregðast við því. Klippa: Mínir félagsmenn eru ekki með neinar tær á Tenerife Við vorum að vona að við værum að fara að horfa fram á bjartari tíma hvað varðar vaxtakjör en það fór í þveröfuga átt. Þannig að við þurfum bara að bregðast við því með einum og öðrum hætti,“ sagði Vilhjálmur. Seðlabankinn hafi gefið fjölda fólks fingurinn Fram kom í gær að andrúmsloftið í kjaraviðræðum gjörbreyttist í gær eftir ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun. Benti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins meðal annars á það að Seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Vilhjálmur tók undir þetta. „Hann hafði öll tækifæri til þess en í staðinn fyrir réttir hann bara íslenskri verkalýðshreyfingu, íslensku launafólki, heimilum og neytendum fingurinn. Sem er bara grafalvarleg staða.“ Sagði hann að sameiginlegt markmið hafi ráðið ríkjum í kjaraviðræðunum hingað til, en staðan nú sé gjörbreytt eftir gærdaginn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins með nær engum fyrirvara.Vísir/Vilhelm „En það var einbeittur vilji samningsaðila við að ná saman og hafa það að markmiði að við myndum stuðla hér að lækkandi verðbólgu, lækkandi vöxtum, þannig að við gætum aukið ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara launahækkunum. Það var markmiðið og þessi skilaboð, þessi leiktaktík hjá Seðlabankanum í gær, að senda okkur svona fingurinn, setur okkur bara á allt annnan stað.“ Fram kom í gær á fundi Seðlabankans þar sem stýrivaxtahækkunin var rökstudd að neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Fyrr í vetur hafði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísað í að tíðar myndir Íslendinga á samfélagsmyndum af tásum í sólarlandaferðum frá Tenerife, væri merki um kröftuga einkaneyslu. Aðspurður um hvort að félagsmenn í þeim félögum sem Vilhjálmur er í forsvari fyrir væri svona neysluglaðir, stóð ekki á svörum. „Ég get lofað þér því Heimir, að mínir félagsmenn, lágtekjufólk á berstrípuðum töxtum, eru ekki með neinar tær úti á Tenerife. Því að það er berjast fyrir því að ná endum saman frá mánaðar til mánaðar og halda mannlegri reisn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Sjá meira
„Við komum hingað til að hlusta,“sagði Vilhjálmur í viðtali við Heimi Má Pétursson á tröppum Stjórnarráðshússins þegar hann mætti til fundar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan 9:30 í morgun. Katrín hafði þar boðað samningsaðila í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði til óvænts fundar. Tilefnið virðist vera staðan sem uppi er komin í kjaraviðræðum eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær, sem aðilar vinnumarkaðarins, þá sérstaklega forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar gagnrýndu harkalega í gær. Vilhjálmur dró ekki úr gagnrýninni fyrir utan Stjórnarráðshúsið í morgun. „Við vorum sett í mjög erfiða stöðu í gær. Við finnum hvernig greiðslubyrði okkar félagsmanna hefur verið að íþyngjast núna á liðnum mánuðun. Það er alveg ljóst að þetta er okkar eina tækifæri til að bregðast við því. Klippa: Mínir félagsmenn eru ekki með neinar tær á Tenerife Við vorum að vona að við værum að fara að horfa fram á bjartari tíma hvað varðar vaxtakjör en það fór í þveröfuga átt. Þannig að við þurfum bara að bregðast við því með einum og öðrum hætti,“ sagði Vilhjálmur. Seðlabankinn hafi gefið fjölda fólks fingurinn Fram kom í gær að andrúmsloftið í kjaraviðræðum gjörbreyttist í gær eftir ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun. Benti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins meðal annars á það að Seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Vilhjálmur tók undir þetta. „Hann hafði öll tækifæri til þess en í staðinn fyrir réttir hann bara íslenskri verkalýðshreyfingu, íslensku launafólki, heimilum og neytendum fingurinn. Sem er bara grafalvarleg staða.“ Sagði hann að sameiginlegt markmið hafi ráðið ríkjum í kjaraviðræðunum hingað til, en staðan nú sé gjörbreytt eftir gærdaginn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins með nær engum fyrirvara.Vísir/Vilhelm „En það var einbeittur vilji samningsaðila við að ná saman og hafa það að markmiði að við myndum stuðla hér að lækkandi verðbólgu, lækkandi vöxtum, þannig að við gætum aukið ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara launahækkunum. Það var markmiðið og þessi skilaboð, þessi leiktaktík hjá Seðlabankanum í gær, að senda okkur svona fingurinn, setur okkur bara á allt annnan stað.“ Fram kom í gær á fundi Seðlabankans þar sem stýrivaxtahækkunin var rökstudd að neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Fyrr í vetur hafði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísað í að tíðar myndir Íslendinga á samfélagsmyndum af tásum í sólarlandaferðum frá Tenerife, væri merki um kröftuga einkaneyslu. Aðspurður um hvort að félagsmenn í þeim félögum sem Vilhjálmur er í forsvari fyrir væri svona neysluglaðir, stóð ekki á svörum. „Ég get lofað þér því Heimir, að mínir félagsmenn, lágtekjufólk á berstrípuðum töxtum, eru ekki með neinar tær úti á Tenerife. Því að það er berjast fyrir því að ná endum saman frá mánaðar til mánaðar og halda mannlegri reisn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent