Félagsmenn Vilhjálms ekki með neinar tær á Tenerife Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 24. nóvember 2022 10:30 Vilhjálmur Birgisson, á tröppum Stjórnarráðshússins í morgun. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi stýrivaxtahækkun Seðlabankans harkalega er hann gekk inn á fund forsætisráðherra sem boðað var til með aðilum vinnumarkaðarins í morgun með nær engum fyrirvara. „Við komum hingað til að hlusta,“sagði Vilhjálmur í viðtali við Heimi Má Pétursson á tröppum Stjórnarráðshússins þegar hann mætti til fundar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan 9:30 í morgun. Katrín hafði þar boðað samningsaðila í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði til óvænts fundar. Tilefnið virðist vera staðan sem uppi er komin í kjaraviðræðum eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær, sem aðilar vinnumarkaðarins, þá sérstaklega forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar gagnrýndu harkalega í gær. Vilhjálmur dró ekki úr gagnrýninni fyrir utan Stjórnarráðshúsið í morgun. „Við vorum sett í mjög erfiða stöðu í gær. Við finnum hvernig greiðslubyrði okkar félagsmanna hefur verið að íþyngjast núna á liðnum mánuðun. Það er alveg ljóst að þetta er okkar eina tækifæri til að bregðast við því. Klippa: Mínir félagsmenn eru ekki með neinar tær á Tenerife Við vorum að vona að við værum að fara að horfa fram á bjartari tíma hvað varðar vaxtakjör en það fór í þveröfuga átt. Þannig að við þurfum bara að bregðast við því með einum og öðrum hætti,“ sagði Vilhjálmur. Seðlabankinn hafi gefið fjölda fólks fingurinn Fram kom í gær að andrúmsloftið í kjaraviðræðum gjörbreyttist í gær eftir ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun. Benti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins meðal annars á það að Seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Vilhjálmur tók undir þetta. „Hann hafði öll tækifæri til þess en í staðinn fyrir réttir hann bara íslenskri verkalýðshreyfingu, íslensku launafólki, heimilum og neytendum fingurinn. Sem er bara grafalvarleg staða.“ Sagði hann að sameiginlegt markmið hafi ráðið ríkjum í kjaraviðræðunum hingað til, en staðan nú sé gjörbreytt eftir gærdaginn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins með nær engum fyrirvara.Vísir/Vilhelm „En það var einbeittur vilji samningsaðila við að ná saman og hafa það að markmiði að við myndum stuðla hér að lækkandi verðbólgu, lækkandi vöxtum, þannig að við gætum aukið ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara launahækkunum. Það var markmiðið og þessi skilaboð, þessi leiktaktík hjá Seðlabankanum í gær, að senda okkur svona fingurinn, setur okkur bara á allt annnan stað.“ Fram kom í gær á fundi Seðlabankans þar sem stýrivaxtahækkunin var rökstudd að neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Fyrr í vetur hafði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísað í að tíðar myndir Íslendinga á samfélagsmyndum af tásum í sólarlandaferðum frá Tenerife, væri merki um kröftuga einkaneyslu. Aðspurður um hvort að félagsmenn í þeim félögum sem Vilhjálmur er í forsvari fyrir væri svona neysluglaðir, stóð ekki á svörum. „Ég get lofað þér því Heimir, að mínir félagsmenn, lágtekjufólk á berstrípuðum töxtum, eru ekki með neinar tær úti á Tenerife. Því að það er berjast fyrir því að ná endum saman frá mánaðar til mánaðar og halda mannlegri reisn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Við komum hingað til að hlusta,“sagði Vilhjálmur í viðtali við Heimi Má Pétursson á tröppum Stjórnarráðshússins þegar hann mætti til fundar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan 9:30 í morgun. Katrín hafði þar boðað samningsaðila í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði til óvænts fundar. Tilefnið virðist vera staðan sem uppi er komin í kjaraviðræðum eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær, sem aðilar vinnumarkaðarins, þá sérstaklega forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar gagnrýndu harkalega í gær. Vilhjálmur dró ekki úr gagnrýninni fyrir utan Stjórnarráðshúsið í morgun. „Við vorum sett í mjög erfiða stöðu í gær. Við finnum hvernig greiðslubyrði okkar félagsmanna hefur verið að íþyngjast núna á liðnum mánuðun. Það er alveg ljóst að þetta er okkar eina tækifæri til að bregðast við því. Klippa: Mínir félagsmenn eru ekki með neinar tær á Tenerife Við vorum að vona að við værum að fara að horfa fram á bjartari tíma hvað varðar vaxtakjör en það fór í þveröfuga átt. Þannig að við þurfum bara að bregðast við því með einum og öðrum hætti,“ sagði Vilhjálmur. Seðlabankinn hafi gefið fjölda fólks fingurinn Fram kom í gær að andrúmsloftið í kjaraviðræðum gjörbreyttist í gær eftir ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun. Benti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins meðal annars á það að Seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Vilhjálmur tók undir þetta. „Hann hafði öll tækifæri til þess en í staðinn fyrir réttir hann bara íslenskri verkalýðshreyfingu, íslensku launafólki, heimilum og neytendum fingurinn. Sem er bara grafalvarleg staða.“ Sagði hann að sameiginlegt markmið hafi ráðið ríkjum í kjaraviðræðunum hingað til, en staðan nú sé gjörbreytt eftir gærdaginn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins með nær engum fyrirvara.Vísir/Vilhelm „En það var einbeittur vilji samningsaðila við að ná saman og hafa það að markmiði að við myndum stuðla hér að lækkandi verðbólgu, lækkandi vöxtum, þannig að við gætum aukið ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara launahækkunum. Það var markmiðið og þessi skilaboð, þessi leiktaktík hjá Seðlabankanum í gær, að senda okkur svona fingurinn, setur okkur bara á allt annnan stað.“ Fram kom í gær á fundi Seðlabankans þar sem stýrivaxtahækkunin var rökstudd að neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Fyrr í vetur hafði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísað í að tíðar myndir Íslendinga á samfélagsmyndum af tásum í sólarlandaferðum frá Tenerife, væri merki um kröftuga einkaneyslu. Aðspurður um hvort að félagsmenn í þeim félögum sem Vilhjálmur er í forsvari fyrir væri svona neysluglaðir, stóð ekki á svörum. „Ég get lofað þér því Heimir, að mínir félagsmenn, lágtekjufólk á berstrípuðum töxtum, eru ekki með neinar tær úti á Tenerife. Því að það er berjast fyrir því að ná endum saman frá mánaðar til mánaðar og halda mannlegri reisn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira