Innlent

Bein út­sending: Mál­þing um komu­gjöld í heil­brigðis­þjónustu

Málþingið hefst klukkan 13 og verður hægt að fylgjast með því í streymi.
Málþingið hefst klukkan 13 og verður hægt að fylgjast með því í streymi. ÖBÍ

ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir málþing um komugjöld í heilbrigðiskerfinu á Grand hótel klukkan 13 í dag.

Í tilkynningu frá ÖBÍ segir að markmiðið með málþinginu sé að draga fram raunverulega stöðu heilbrigðisþjónustu.

„Hún hefur lengi einkennst af samningsleysi við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara. Það veldur því að einstaklingar neyðast til að standa straum af töluverðum kostnaði vegna aukagjalda og -kostnaðar og biðlistar hafa lengst.“

Dagskrá:

  • 13:00 Ávarp heilbrigðisráðherra
  • 13:10 Sjúkratryggingar Íslands
  • 13:20 Læknafélag Reykjavíkur
  • 13:30 Félag sjúkraþjálfara
  • 13:40 ÖBÍ - réttindasamtök
  • 13:45 Kaffihlé
  • 14:00 Pallborðsumræður

Í pallborði verða:

  • Bergþór Heimir Þórðarson - varaformaður ÖBÍ
  • Ragnar Freyr Ingvarsson – formaður Læknafélags Reykjavíkur
  • Gunnlaugur Már Briem – formaður Félags sjúkraþjálfara
  • María Heimisdóttir – forstjóri Sjúkratrygginga Íslands


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×