Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2022 16:47 Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. Tuttugu og átta manns hafa verið handteknir í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Fjórtán eru í gæsluvarðhaldi en lögreglan leitar enn þriggja einstaklinga í tengslum við árásina. Talið er að árásin hafi tengst deilum tveggja hópa sem tengjast undirheiminum. Hótanir á samfélagsmiðlum um einhvers konar hefndarárásir í miðborginni um helgina, jafnvel þar sem stórir hópar manna réðust á saklaust fólk, hafa farið víða í dag. Í skilaboðunum var fólk meðal annars varað við því að sækja miðborgina vegna þess. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að lögreglan hafi verið með gríðarlegan viðbúnað í kjölfar árásarinnar í síðustu viku og að honum yrði haldið áfram um helgina. Löggæsla verði mjög áberandi og aukinn þjálfaður mannskapur kvaddur til. Allt verði gert til þess að allt fari friðsamlega fram. „Lögreglan verður klár að eiga við það sem hún þarf að eiga við,“ sagði Ásgeir Þór í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Varla nokkur sem gæti skipulagt svo umfangsmikla árás Þrátt fyrir það hefur lögreglan sínar efasemdir um hversu mikið sé að marka hótanirnar. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í sama þætti að um nokkur skilaboð sé að ræða og að sum þeirra séu svo ýkt að varla sé hægt að taka mark á þeim. Ásgeir Þór sagði alvarlegt að menn settu fram slíkar hótanir líkt og þær ættu að verða að veruleika, þar á meðal um að hundruð manna vopnaðir alls kyns tólum og tækjum ættu að birtast í miðborginni. „Ég er ekki viss um að það sé endilega einhver sem hafi svo mikið undir sér að geta skipulagt árás af þeirri stærðargráðu. En klárlega eru skilaboðin það alvarleg að það verður mjög aukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina,“ sagði hann. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Lögreglan Hótanir og ógnanir sem gengu á milli stríðandi fylkinganna og beindust að fjölskyldu einhverra þeirra sem tengudst árásinni um helgina var þó fylgt eftir. Þannig var bensínsprengju meðal annars kastað á fjölbýlishús. Margeir sagði að slíkar hótanir gegn fjölskyldumeðlimum þekktar í undirheimunum. „Nú sýnist okkur að menn séu tilbúnir að fylgja hótunum eftir,“ sagði hann. Eru með upptökur af árásinni Rannsókninni á árásinni sjálfri miðar vel, að sögn Margeirs. Lögreglan telji sig hafa helstu þátttakendur og leikendur í haldi. Næsta skref sé að komast að því hvert tilefni hennar var. Margeir staðfesti að lögreglan væri með myndbandsupptökur af árásinni og aðdraganda hennar. Hún eigi eftir að fara yfir ýmis konar gögn, þar á meðal símagögn og það verði tímafrekt. Þá telji lögreglan sig hafa vitneskju um að einn þeirra þriggja sem enn er leitað sé farinn úr landi. Eftir eigi að ákveða hvort að reynt verði að heimta hann aftur til landsins eða óska eftir aðstoð erlends lögregluliðs. Fréttin hefur verið uppfærð. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44 Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22 Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31 Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Tuttugu og átta manns hafa verið handteknir í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Fjórtán eru í gæsluvarðhaldi en lögreglan leitar enn þriggja einstaklinga í tengslum við árásina. Talið er að árásin hafi tengst deilum tveggja hópa sem tengjast undirheiminum. Hótanir á samfélagsmiðlum um einhvers konar hefndarárásir í miðborginni um helgina, jafnvel þar sem stórir hópar manna réðust á saklaust fólk, hafa farið víða í dag. Í skilaboðunum var fólk meðal annars varað við því að sækja miðborgina vegna þess. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að lögreglan hafi verið með gríðarlegan viðbúnað í kjölfar árásarinnar í síðustu viku og að honum yrði haldið áfram um helgina. Löggæsla verði mjög áberandi og aukinn þjálfaður mannskapur kvaddur til. Allt verði gert til þess að allt fari friðsamlega fram. „Lögreglan verður klár að eiga við það sem hún þarf að eiga við,“ sagði Ásgeir Þór í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Varla nokkur sem gæti skipulagt svo umfangsmikla árás Þrátt fyrir það hefur lögreglan sínar efasemdir um hversu mikið sé að marka hótanirnar. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í sama þætti að um nokkur skilaboð sé að ræða og að sum þeirra séu svo ýkt að varla sé hægt að taka mark á þeim. Ásgeir Þór sagði alvarlegt að menn settu fram slíkar hótanir líkt og þær ættu að verða að veruleika, þar á meðal um að hundruð manna vopnaðir alls kyns tólum og tækjum ættu að birtast í miðborginni. „Ég er ekki viss um að það sé endilega einhver sem hafi svo mikið undir sér að geta skipulagt árás af þeirri stærðargráðu. En klárlega eru skilaboðin það alvarleg að það verður mjög aukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina,“ sagði hann. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Lögreglan Hótanir og ógnanir sem gengu á milli stríðandi fylkinganna og beindust að fjölskyldu einhverra þeirra sem tengudst árásinni um helgina var þó fylgt eftir. Þannig var bensínsprengju meðal annars kastað á fjölbýlishús. Margeir sagði að slíkar hótanir gegn fjölskyldumeðlimum þekktar í undirheimunum. „Nú sýnist okkur að menn séu tilbúnir að fylgja hótunum eftir,“ sagði hann. Eru með upptökur af árásinni Rannsókninni á árásinni sjálfri miðar vel, að sögn Margeirs. Lögreglan telji sig hafa helstu þátttakendur og leikendur í haldi. Næsta skref sé að komast að því hvert tilefni hennar var. Margeir staðfesti að lögreglan væri með myndbandsupptökur af árásinni og aðdraganda hennar. Hún eigi eftir að fara yfir ýmis konar gögn, þar á meðal símagögn og það verði tímafrekt. Þá telji lögreglan sig hafa vitneskju um að einn þeirra þriggja sem enn er leitað sé farinn úr landi. Eftir eigi að ákveða hvort að reynt verði að heimta hann aftur til landsins eða óska eftir aðstoð erlends lögregluliðs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44 Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22 Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31 Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Tæplega þrjátíu verið handtekin en tveggja enn leitað Lögreglan hefur handtekið 27 manns í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás á Bankastræti Club á aðfaranótt föstudags í síðustu viku. Tíu þeirra hefur verið sleppt úr haldi en lögreglan leitar enn að tveimur einstaklingum. 21. nóvember 2022 22:44
Lögregla man ekki eftir eins umfangsmiklum átökum í undirheimum Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vel þekkt að hópar í undirheimum hóti fjölskyldumeðlimum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins umfangsmiklum átökum og hafa myndast í kring um hnífstunguárásina á Bankastræti Club. Fjölskyldumeðlimir mannanna sem hafa verið handteknir grunaðir um árásina hafa sætt stöðugum hótunum og árásum síðan og einhverjir hafa flúið út á land vegna ástandsins. 21. nóvember 2022 14:22
Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins. 20. nóvember 2022 19:31
Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 20. nóvember 2022 16:44