Fótbolti

Hlín spilar hjá Elísabetu næstu tvö ár

Sindri Sverrisson skrifar
Hlín Eiríksdóttir með treyju Kristianstad merkta 2024 því samningur hennar gildir út árið 2024.
Hlín Eiríksdóttir með treyju Kristianstad merkta 2024 því samningur hennar gildir út árið 2024. kdff.nu

Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur fundið sér nýtt félag í Svíþjóð og skrifað undir samning til tveggja ára við Kristianstad.

Hlín hefur síðustu tvö ár leikið fyrir Piteå í sænsku úrvalsdeildinni eftir að hafa haldið út í atvinnumennsku frá Val.

Hún varð sjöunda markahæst í sænsku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð með tíu mörk í 26 leikjum. Eftir svo góða leiktíð ákvað þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir að fá hana til Kristianstad, sem endaði í 4. sæti á síðustu leiktíð á meðan að Piteå varð í 7. sæti.

„Ég held að umhverfið hjá Kristianstad sé það sem ég þarf til að þróast sem leikmaður og metnaður félagsins er í takti við minn eigin metnað. Mér finnst leikmannahópurinn og þjálfarinn afar spennandi og hlakka mikið til að vinna með þeim,“ segir Hlín sem er 22 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×