Holland sökkti Senegal undir lok leiks

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hollendingar fagna eins og óðir menn.
Hollendingar fagna eins og óðir menn. Stuart Franklin/Getty Images

Hollendingar sökktu Senegal undir lok leiks

Allt stefndi í að Cody Gakpo yrði hetja Hollands en mark Davy Klaassen þegar komið var á níundu mínútu uppbótartíma tryggði Hollendingum 2-0 sigur á Senegal í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar.

Lærisveinar Louis van Gaal átti erfitt uppdráttar í kvöld gegn spræku liði Senegal sem var þó án síns besta manns, Sadio Mané. Ef til vill hefði Mané náð að nýta eitthvað af færunum sem Senegal fékk í leiknum en þegar flautað var til leiksloka hafði Senegal átt 15 marktilraunir en Holland 10.

Þá hafði Senegal átt fjórar á markið á meðan Holland átti þrjár. Tvær þeirra komu í blálok uppbótartíma og önnur söng í netinu. Segja má að um hinn fullkomna leik hafi verið að ræða að mati Van Gaal en lið hans eru ekki þekkt fyrir að vaða í færum. Það hjálpaði svo að Andries Noppert, markvörður Hollands, átti frábæran leik. 

Gakpo skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf Frenkie de Jong á 84. mínútu leiksins, var það fyrsta marktilraun Hollendinga sem rataði á markið. Gakpo leikur með PSV í heimalandinu en var meðal annars orðaður við Manchester United og önnur lið í sumar. Má reikna með að þeir orðrómar haldi áfram að móti loknu haldi Gakpo uppteknum hætti.

Klaasen tvöfaldaði svo forystuna þegar boltinn hrökk fyrir fætur hans á 99. mínútu leiksins, lokatölur 2-0 og Holland byrjar HM af krafti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira