Fótbolti

„Sérstaklega stoltur af hugarfarinu“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson. vísir/Getty

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, hrósaði liði sínu í hástert eftir að hafa tryggt sér Eystrasaltsbikarinn með sigri á Lettlandi í vítaspyrnukeppni ytra í dag.

„Alltaf gaman að vinna bikar. Ætli það séu ekki 30 ár síðan maður vann bikar síðast. Við erum stoltir af því að hafa tekið þátt og unnið. Við kláruðum þennan leik í dag með sæmd og mér fannst við spila mjög vel. Það er ótrúlegt að þetta hafi þurft að fara í vítaspyrnukeppni; við fengum mörg færi til að klára leikinn,“ sagði Arnar í leikslok.

Ísland vann báði leiki sína eftir vítaspyrnukeppni í mótinu en þetta var í fyrsta sinn sem íslenska liðið tekur þátt í keppninni.

„Þetta er ný reynsla. Ég hef ekki áður farið í vítaspyrnukeppni sem þjálfari. Maður getur svosem ekki gert mikið en strákarnir voru mjög öruggir í öllum þessum vítum, bæði í dag og á miðvikudag. Þetta snýst um að einbeiting og hugarfar sé í lagi. Þú sást á þessum vítum að leikmennirnir vildu vinna þessa keppni.“

Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 en Arnar Þór vildi meina að íslenska liðið hefði hæglega geta unnið leikinn á 90 mínútum.

„Ég er mjög sáttur við leikinn í dag, á erfiðum velli. Strákarnir héldu góðri einbeitingu og það var góð orka. Það var ekki auðvelt að undirbúa sig fyrir þennan leik en strákarnir gerðu það vel. Það má líka nefna að lettneska sambandið gerði vel í að halda vellinum leikhæfum við erfiðar aðstæður.“

Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×