„Sérstaklega stoltur af hugarfarinu“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. nóvember 2022 17:24 Arnar Þór Viðarsson. vísir/Getty Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, hrósaði liði sínu í hástert eftir að hafa tryggt sér Eystrasaltsbikarinn með sigri á Lettlandi í vítaspyrnukeppni ytra í dag. „Alltaf gaman að vinna bikar. Ætli það séu ekki 30 ár síðan maður vann bikar síðast. Við erum stoltir af því að hafa tekið þátt og unnið. Við kláruðum þennan leik í dag með sæmd og mér fannst við spila mjög vel. Það er ótrúlegt að þetta hafi þurft að fara í vítaspyrnukeppni; við fengum mörg færi til að klára leikinn,“ sagði Arnar í leikslok. Ísland vann báði leiki sína eftir vítaspyrnukeppni í mótinu en þetta var í fyrsta sinn sem íslenska liðið tekur þátt í keppninni. „Þetta er ný reynsla. Ég hef ekki áður farið í vítaspyrnukeppni sem þjálfari. Maður getur svosem ekki gert mikið en strákarnir voru mjög öruggir í öllum þessum vítum, bæði í dag og á miðvikudag. Þetta snýst um að einbeiting og hugarfar sé í lagi. Þú sást á þessum vítum að leikmennirnir vildu vinna þessa keppni.“ Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 en Arnar Þór vildi meina að íslenska liðið hefði hæglega geta unnið leikinn á 90 mínútum. „Ég er mjög sáttur við leikinn í dag, á erfiðum velli. Strákarnir héldu góðri einbeitingu og það var góð orka. Það var ekki auðvelt að undirbúa sig fyrir þennan leik en strákarnir gerðu það vel. Það má líka nefna að lettneska sambandið gerði vel í að halda vellinum leikhæfum við erfiðar aðstæður.“ Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Lettland - Ísland 8-9 | Ísland tryggði sér Eystrasaltsbikarinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Ísland tryggði sér sigur í Eystrasaltsbikarnum með sigri á Lettlandi í vítaspyrnukeppni í leik sem var að ljúka. Patrik Sigurður Gunnarsson varði spyrnu Letta í áttundu umferð vítakeppninnar og tryggði sigurinn. 19. nóvember 2022 16:54 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
„Alltaf gaman að vinna bikar. Ætli það séu ekki 30 ár síðan maður vann bikar síðast. Við erum stoltir af því að hafa tekið þátt og unnið. Við kláruðum þennan leik í dag með sæmd og mér fannst við spila mjög vel. Það er ótrúlegt að þetta hafi þurft að fara í vítaspyrnukeppni; við fengum mörg færi til að klára leikinn,“ sagði Arnar í leikslok. Ísland vann báði leiki sína eftir vítaspyrnukeppni í mótinu en þetta var í fyrsta sinn sem íslenska liðið tekur þátt í keppninni. „Þetta er ný reynsla. Ég hef ekki áður farið í vítaspyrnukeppni sem þjálfari. Maður getur svosem ekki gert mikið en strákarnir voru mjög öruggir í öllum þessum vítum, bæði í dag og á miðvikudag. Þetta snýst um að einbeiting og hugarfar sé í lagi. Þú sást á þessum vítum að leikmennirnir vildu vinna þessa keppni.“ Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 1-1 en Arnar Þór vildi meina að íslenska liðið hefði hæglega geta unnið leikinn á 90 mínútum. „Ég er mjög sáttur við leikinn í dag, á erfiðum velli. Strákarnir héldu góðri einbeitingu og það var góð orka. Það var ekki auðvelt að undirbúa sig fyrir þennan leik en strákarnir gerðu það vel. Það má líka nefna að lettneska sambandið gerði vel í að halda vellinum leikhæfum við erfiðar aðstæður.“ Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Lettland - Ísland 8-9 | Ísland tryggði sér Eystrasaltsbikarinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Ísland tryggði sér sigur í Eystrasaltsbikarnum með sigri á Lettlandi í vítaspyrnukeppni í leik sem var að ljúka. Patrik Sigurður Gunnarsson varði spyrnu Letta í áttundu umferð vítakeppninnar og tryggði sigurinn. 19. nóvember 2022 16:54 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Umfjöllun: Lettland - Ísland 8-9 | Ísland tryggði sér Eystrasaltsbikarinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Ísland tryggði sér sigur í Eystrasaltsbikarnum með sigri á Lettlandi í vítaspyrnukeppni í leik sem var að ljúka. Patrik Sigurður Gunnarsson varði spyrnu Letta í áttundu umferð vítakeppninnar og tryggði sigurinn. 19. nóvember 2022 16:54