Unnið að viðbragðsáætlun til að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga Hólmfríður Gísladóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 19. nóvember 2022 14:00 Forsætisráðherra segir fjarskiptaöryggi forgangsmál hjá Þjóðaröryggisráði. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir að unnið sé að því að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga og segir málið hafa verið í forgangi hjá Þjóðaröryggisráði. Þá staðfestir hún að áhættumat sem hefur verið unnið vegna öryggis sæstrengjanna sem liggja til Íslands varði þjóðaröryggi og verði því ekki gert opinbert. Þetta rímar við þau svör sem fréttastofa fékk hjá Fjarskiptastofu í vikunni. Fréttastofa greindi frá því í gær að Fjarskiptastofa hefði hafnað því að láta af hendi afrit af áhættumati sem unnið hefur verið að og fjallar meðal annars um þann möguleika að allir sæstrengirnir til Íslands rofnuðu á sama tíma. Tveir strengir eru virkir eins og er; FARICE-1 og DANICE, en sá þriðji, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. „Þetta áhættumat hefur verið til umræðu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs og raunar hefur Þjóðaröryggisráð undanfarin ár, undir minni forystu, verið að leggja sérstaka áherslu á fjarskiptaöryggi og netöryggi. Það var 2019 sem við í raun og veru hefjum undirbúning að lagningu þriðja sæstrengsins, sem núna er verið að tengja og hann mun tífalda fjarskiptaöryggi hér á landi. En auðvitað er alltaf einhver hætta til staðar,“ sagði Katrín við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Það þykir ljóst að það þyrfti einbeittan brotavilja til að koma því í kring að allir sæstrengirnir yrðu óvirkir á sama tíma en menn hafa hins vegar óneitanlega velt þeim möguleika fyrir sér, í kjölfar fregna um aukna kafbátaumferð norðan við landið og skemmdarverk á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. Er til viðbragðsáætlun ef sú staða kemur upp að allir sæstrengirnir detta út? „Það er ekki endilega mjög líklegt að það gerist,“ svaraði Katrín. „En það sem við erum að vinna að er í raun og veru bara áætlun um það hvernig við getum tryggt fjarskiptaöryggi, ekki bara gagnvart sæstrengjunum heldur líka gagnvart öðrum ógnum sem geta steðjað að því. Þær eru margvíslegar og líf okkar allra eru háð fjarskiptum í miklu meiri mæli en bara var fyrir örfáum árum. Þannig að já við erum að vinna að þessu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Við erum að leggja fram endurskoðaða þjóðaröryggisstefnu núna í þinginu, þar sem er aukin áhersla á þessi málefni,“ sagði forsætisráðherra. Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Fjarskipti Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Þá staðfestir hún að áhættumat sem hefur verið unnið vegna öryggis sæstrengjanna sem liggja til Íslands varði þjóðaröryggi og verði því ekki gert opinbert. Þetta rímar við þau svör sem fréttastofa fékk hjá Fjarskiptastofu í vikunni. Fréttastofa greindi frá því í gær að Fjarskiptastofa hefði hafnað því að láta af hendi afrit af áhættumati sem unnið hefur verið að og fjallar meðal annars um þann möguleika að allir sæstrengirnir til Íslands rofnuðu á sama tíma. Tveir strengir eru virkir eins og er; FARICE-1 og DANICE, en sá þriðji, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. „Þetta áhættumat hefur verið til umræðu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs og raunar hefur Þjóðaröryggisráð undanfarin ár, undir minni forystu, verið að leggja sérstaka áherslu á fjarskiptaöryggi og netöryggi. Það var 2019 sem við í raun og veru hefjum undirbúning að lagningu þriðja sæstrengsins, sem núna er verið að tengja og hann mun tífalda fjarskiptaöryggi hér á landi. En auðvitað er alltaf einhver hætta til staðar,“ sagði Katrín við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Það þykir ljóst að það þyrfti einbeittan brotavilja til að koma því í kring að allir sæstrengirnir yrðu óvirkir á sama tíma en menn hafa hins vegar óneitanlega velt þeim möguleika fyrir sér, í kjölfar fregna um aukna kafbátaumferð norðan við landið og skemmdarverk á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. Er til viðbragðsáætlun ef sú staða kemur upp að allir sæstrengirnir detta út? „Það er ekki endilega mjög líklegt að það gerist,“ svaraði Katrín. „En það sem við erum að vinna að er í raun og veru bara áætlun um það hvernig við getum tryggt fjarskiptaöryggi, ekki bara gagnvart sæstrengjunum heldur líka gagnvart öðrum ógnum sem geta steðjað að því. Þær eru margvíslegar og líf okkar allra eru háð fjarskiptum í miklu meiri mæli en bara var fyrir örfáum árum. Þannig að já við erum að vinna að þessu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Við erum að leggja fram endurskoðaða þjóðaröryggisstefnu núna í þinginu, þar sem er aukin áhersla á þessi málefni,“ sagði forsætisráðherra.
Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Fjarskipti Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira