„Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:46 Þorleifur segir stjórnvöld þurfa að taka stöðuna og setja nauðsynleg verkefni af stað með tilliti til almannahagsmuna. Fjarskiptastofa getur ekki afhent fjölmiðlum gögn er varða áhættumat vegna sæstrengjanna sem liggja til Íslands, þar sem gögnin eru bundin trúnaði vegna þjóðaröryggishagsmuna. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Þorleifs Jónassonar, sviðsstjóra fjarskiptainnviða, við fyrirspurn fréttastofu. „Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu.“ Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu og forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, greindi frá því í viðtali við RÚV á dögunum að unnið hefði verið að áhættumatinu frá því á vormánuðum. Í því er meðal annars skoðaður sá möguleiki að báðir sæstrengirnir sem liggja til Íslands rofnuðu á sama tíma. Þriðji strengurinn, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. Tilefni umfjöllunarinnar er aukin spenna á Norðurslóðum í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu en greint hefur verið frá aukinni kafbátaumferð norðan við Ísland. Þá liggur fyrir að skemmdir voru unnar á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslunum sem liggja í Eystrasalti, í september síðastliðnum. Netsamband Íslands við umheimin fer um sæstrengina FARICE-1 og DANICE, sem voru teknir í notkun árin 2004 og 2009. Að sögn Guðmundar nær annar strengurinn að anna allri netumferð en menn hafa velt því fyrir sér hvað gerðist ef báðir rofnuðu á sama tíma, hvort sem er vegna óviljaverks eða skemmdarverka. Fréttastofa innti Þorleif eftir svörum við því hvort viðbragðsáætlun væri til staðar ef báðir sæstrengirnir rofnuðu. Hann sagði að fram til þessa og í eðlilegu árferði hefðu menn ekki talið líklegt að báðir strengir gætu fallið út á sama tíma og í lengri tíma. Þorleifur vísaði til orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, sem sagði við Kveik á dögunum að menn vissu ekki fullkomlega hvaða keðjuverkandi áhrif atvik af þessu tagi myndi hafa. Greiningu á því væri ekki að fullu lokið. „Í þessari nýju stöðu og með þessa nýju ógn þá er eðlilegt að stjórnvöld taki stöðuna og setji nauðsynleg verkefni í ferli m.t.t. almannavarnahagsmuna,“ sagði Þorleifur. Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum Þorleifs Jónassonar, sviðsstjóra fjarskiptainnviða, við fyrirspurn fréttastofu. „Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu.“ Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu og forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, greindi frá því í viðtali við RÚV á dögunum að unnið hefði verið að áhættumatinu frá því á vormánuðum. Í því er meðal annars skoðaður sá möguleiki að báðir sæstrengirnir sem liggja til Íslands rofnuðu á sama tíma. Þriðji strengurinn, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. Tilefni umfjöllunarinnar er aukin spenna á Norðurslóðum í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu en greint hefur verið frá aukinni kafbátaumferð norðan við Ísland. Þá liggur fyrir að skemmdir voru unnar á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslunum sem liggja í Eystrasalti, í september síðastliðnum. Netsamband Íslands við umheimin fer um sæstrengina FARICE-1 og DANICE, sem voru teknir í notkun árin 2004 og 2009. Að sögn Guðmundar nær annar strengurinn að anna allri netumferð en menn hafa velt því fyrir sér hvað gerðist ef báðir rofnuðu á sama tíma, hvort sem er vegna óviljaverks eða skemmdarverka. Fréttastofa innti Þorleif eftir svörum við því hvort viðbragðsáætlun væri til staðar ef báðir sæstrengirnir rofnuðu. Hann sagði að fram til þessa og í eðlilegu árferði hefðu menn ekki talið líklegt að báðir strengir gætu fallið út á sama tíma og í lengri tíma. Þorleifur vísaði til orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, sem sagði við Kveik á dögunum að menn vissu ekki fullkomlega hvaða keðjuverkandi áhrif atvik af þessu tagi myndi hafa. Greiningu á því væri ekki að fullu lokið. „Í þessari nýju stöðu og með þessa nýju ógn þá er eðlilegt að stjórnvöld taki stöðuna og setji nauðsynleg verkefni í ferli m.t.t. almannavarnahagsmuna,“ sagði Þorleifur.
Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira