Fótbolti

Vigfús Arnar tekur við Leikni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Vigfús Arnar Jósepsson er nýr þjálfari Leiknis.
Vigfús Arnar Jósepsson er nýr þjálfari Leiknis. Leiknir

Leiknir hefur ráðið Vigfús Arnar Jósepsson sem nýjan þjálfara liðsins en hann tekur við starfinu af Sigurði Heiðari Höskuldssyni sem lét af störfum fyrir skömmu. Samningur Vigfúsar er til tveggja ára.

Greint er frá ráðningunni á heimasíðu Leiknis en þar er einnig sagt frá því að Vigfús hafi verið vígður inn í heiðurshöll Leiknis sem leikmaður fyrr á þessu ári. Hann hefur áður verið við stjórnartaumana hjá liðinu en hann tók við Leikni sumarið 2018 af Kristófer Sigurgeirssyni og bjargaði liðinu þá frá falli úr 1.deild. Þá kom hann inn í þjálfarateymi Sigurðar Heiðars í sumar.

Þá skrifaði Halldór Geir Heiðarsson undir nýjan tveggja ára samning við Leikni en hann verður aðstoðarþjálfari Vigfúsar. Hann var ráðinn sem yfirþjálfari Leiknis í fyrra en mun nú geta einbeitt sér að fullu að meistaraflokki félagsins.

Leiknir féll úr Bestu deild karla í sumar eftir að hafa endað í neðsta sæti deildarinnar og leikur því í næst efstu deild á komandi tímabili.


Tengdar fréttir

Valur tilkynnir um komu Sigurðar

Sigurður Heiðar Höskuldsson var í dag formlega kynntur til leiks sem aðstoðarþjálfari Vals í fótbolta en hann kemur til félagsins eftir að hafa síðast þjálfað Leikni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×