Fótbolti

Sigurður Höskuldsson hættir hjá Leikni eftir tímabilið

Atli Arason skrifar
Sigurður höskuldsson
Sigurður höskuldsson Vísir/Hulda Margrét

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, mun segja skilið við liðið eftir yfirstandandi leiktímabil. Þetta fullyrðir Guðmundur Benediktsson á Twitter.

Guðmundur skrifar að Sigurður hafi nú þegar tilkynnt leikmönnum Leiknis á æfingu í dag að hann muni hætta störfum eftir tímabilið.

Fyrsti leikur Sigurðar sem aðalþjálfari Leiknis var í 1-2 tapi gegn Víkingi Ólafsvík í ágúst 2018. Sigurður stýrði Leikni upp í deild þeirra bestu þegar liðið endaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar tímabilið 2020. Leiknir hefur spilað undir stjórn Sigurðs í efstu deild síðustu tvö tímabil.

Leiknir er sem stendur í fjórða sæti úrslitakeppni neðri hluta, eða í 10 sæti alls. Leiknir er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið þegar fjórar umferðir eru eftir.

Fótbolti.net greinir frá því að Sigurður muni taka sér starf í þjálfarateymi Arnars Grétarssonar hjá Val á næsta leiktímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×