Fótbolti

Túfa hreppir annan Íslending

Sindri Sverrisson skrifar
Rúnar Þór Sigurgeirsson er farinn frá Keflavík til Svíþjóðar.
Rúnar Þór Sigurgeirsson er farinn frá Keflavík til Svíþjóðar. vísir/Diego

Keflvíski bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson hefur loks verið kynntur til leiks hjá sænska knattspyrnufélaginu Öster. Hann skrifaði undir samning við félagið sem gildir til næstu þriggja ára.

Rúnar er 22 ára og lék sinn annan A-landsleik gegn Sádi-Arabíu á dögunum.

Hann verður annar Íslendingurinn í leikmannahópi Öster því þar er fyrir Alex Þór Hauksson sem er með samning sem gildir til eins árs í viðbót.

Öster leikur undir stjórn þjálfarans Srdjan Tufegdzic, eða Túfa, sem um árabil þjálfaði KA og svo einnig Grindavík og loks Val, þar sem hann var aðstoðarþjálfari.

Túfa tók við Öster fyrir ári síðan og var nálægt því að koma liðinu upp í sænsku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun. Liðið varð í 3. sæti næstefstu deildar og fór í umspil gegn Varberg sem varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Því umspili lauk á sunnudaginn og vann Varberg einvígið samtals 4-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×