María ætlar að sniðganga HM Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 08:30 María Þórisdóttir í leik með norska landsliðinu sem mætir Englandi í vináttulandsleik á morgun. Getty/Marcio Machado María Þórisdóttir, landsliðskona Noregs í fótbolta, er í hópi þeirra sem ætla ekkert að fylgjast með heimsmeistaramóti karla í Katar sem hefst á sunnudaginn. Staðsetning mótsins ræður því. „Nei,“ segir María við spurningu NTB um hvort að hún ætli að fylgjast með HM. „Það hefur mikið að gera með það hvar mótið er,“ bætir hún við. Í knattspyrnuheiminum hafa Norðmenn, með formanninn Lise Klaveness, í broddi fylkingar, gengið hvað vasklegast fram við að gagnrýna að HM skuli fara fram í Katar, vegna þeirra mannréttindabrota sem viðgengist hafa í landinu. Noregur er ekki á meðal þátttökuþjóða á mótinu. Ein helsta gagnrýnin hefur snúið að aðbúnaði verkamanna í landinu en The Guardian sagði frá því í fyrra að þá hefðu yfir 6.500 verkamenn látist í landinu frá því að FIFA ákvað að Katar yrði gestgjafi mótsins. Þá er samkynhneigð bönnuð í Katar og þrátt fyrir fögur fyrirheit FIFA um að öll yrðu velkomin á HM þá kom í ljós í svörum frá HM-hótelum í Katar, í rannsókn norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR, að samkynhneigðir væru ekki velkomnir. Á meðan að pabbi hennar, Þórir Hergeirsson, stendur í ströngu með norska handboltalandsliðinu á EM er María ásamt norska fótboltalandsliðinu á Spáni þar sem liðið mætir Englandi í vináttulandsleik á morgun. Guro Reiten, liðsfélagi Maríu, tekur í sama streng og Manchester United-konan. „Þetta er ekki mót sem kallar fram tilhlökkun. Það finnur maður á öllu,“ segir Reiten. „Það er mjög sorglegt en það segir meira um allt sem hefur gerst og það að mótið skuli haldið í þessu landi,“ bætir hún við. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Nei,“ segir María við spurningu NTB um hvort að hún ætli að fylgjast með HM. „Það hefur mikið að gera með það hvar mótið er,“ bætir hún við. Í knattspyrnuheiminum hafa Norðmenn, með formanninn Lise Klaveness, í broddi fylkingar, gengið hvað vasklegast fram við að gagnrýna að HM skuli fara fram í Katar, vegna þeirra mannréttindabrota sem viðgengist hafa í landinu. Noregur er ekki á meðal þátttökuþjóða á mótinu. Ein helsta gagnrýnin hefur snúið að aðbúnaði verkamanna í landinu en The Guardian sagði frá því í fyrra að þá hefðu yfir 6.500 verkamenn látist í landinu frá því að FIFA ákvað að Katar yrði gestgjafi mótsins. Þá er samkynhneigð bönnuð í Katar og þrátt fyrir fögur fyrirheit FIFA um að öll yrðu velkomin á HM þá kom í ljós í svörum frá HM-hótelum í Katar, í rannsókn norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR, að samkynhneigðir væru ekki velkomnir. Á meðan að pabbi hennar, Þórir Hergeirsson, stendur í ströngu með norska handboltalandsliðinu á EM er María ásamt norska fótboltalandsliðinu á Spáni þar sem liðið mætir Englandi í vináttulandsleik á morgun. Guro Reiten, liðsfélagi Maríu, tekur í sama streng og Manchester United-konan. „Þetta er ekki mót sem kallar fram tilhlökkun. Það finnur maður á öllu,“ segir Reiten. „Það er mjög sorglegt en það segir meira um allt sem hefur gerst og það að mótið skuli haldið í þessu landi,“ bætir hún við.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira