HM-hótel í Katar banna samkynhneigðum að koma Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 08:00 Litríkir stuðningsmenn frá öllum þjóðum hafa ávallt sett sterkan svip á HM í fótbolta. Getty/Matthew Ashton Nokkur af hótelunum sem taka á móti gestum á HM karla í fótbolta í Katar í lok árs banna samkynhneigðum að koma. Fjöldi þeirra gerir þá kröfu að gestir „sýni“ ekki að þeir séu samkynhneigðir. Þetta er niðurstaða rannsóknar norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR sem undir dulnefni höfðu samband við öll hótelin sem gefin eru upp sem sérstök HM-hótel á heimasíðu FIFA. Þrjú af 69 hótelum gáfu það svar að samkynhneigð pör mættu ekki bóka herbergi. Tuttugu til viðbótar svöruðu því til að ekki mætti „sýna“ samkynhneigð. Svona hljóðaði til að mynda eitt svarið: „Við dæmum ekki en… Ef þú farðar þig og klæðir þig eins og samkynhneigður þá gengur það í bága við stefnu landsins og stjórnvalda. En hvað hótelið okkar varðar þá er þetta í lagi ef þú klæðir þig á viðeigandi hátt og sýnir ekki kynferðislega hegðun eða kelar á almannafæri.“ FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur áður verið gagnrýnt fyrir að halda stærsta íþróttaviðburð ársins í landi þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Samkynhneigð er bönnuð í Katar en FIFA gaf út að tryggt yrði að allir yrðu boðnir velkomnir á HM sem í fyrsta sinn fer fram að vetri til vegna veðurfars í Katar. FIFA svaraði ekki spurningum um hótelin „FIFA er sannfært um að allar nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar til að LGBTQI aðdáendur og aðrir geti notið mótsins á vinalegan og öruggan hátt,“ segir í svari FIFA til SVT en þar er engu svarað varðandi hótelin sem banna samkynhneigðum að koma eða setja þeim skorður. Håkan Sjöstrand, framkvæmdastjóri sænska knattspyrnusambandsins, segir málið algjörlega óásættanlegt og mun hann ræða það við FIFA og gestgjafa HM. „Maður er búinn að gefa það út að öllum eigi að líða eins og að þeir séu velkomnir en þetta sýnir að það getur ekki öllum liðið þannig. Þetta munum við benda á og þrýsta á viðbrögð,“ sagði Sjöstrand. Fótbolti HM 2022 í Katar Hinsegin Katar Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknar norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR sem undir dulnefni höfðu samband við öll hótelin sem gefin eru upp sem sérstök HM-hótel á heimasíðu FIFA. Þrjú af 69 hótelum gáfu það svar að samkynhneigð pör mættu ekki bóka herbergi. Tuttugu til viðbótar svöruðu því til að ekki mætti „sýna“ samkynhneigð. Svona hljóðaði til að mynda eitt svarið: „Við dæmum ekki en… Ef þú farðar þig og klæðir þig eins og samkynhneigður þá gengur það í bága við stefnu landsins og stjórnvalda. En hvað hótelið okkar varðar þá er þetta í lagi ef þú klæðir þig á viðeigandi hátt og sýnir ekki kynferðislega hegðun eða kelar á almannafæri.“ FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur áður verið gagnrýnt fyrir að halda stærsta íþróttaviðburð ársins í landi þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Samkynhneigð er bönnuð í Katar en FIFA gaf út að tryggt yrði að allir yrðu boðnir velkomnir á HM sem í fyrsta sinn fer fram að vetri til vegna veðurfars í Katar. FIFA svaraði ekki spurningum um hótelin „FIFA er sannfært um að allar nauðsynlegar ráðstafanir verði gerðar til að LGBTQI aðdáendur og aðrir geti notið mótsins á vinalegan og öruggan hátt,“ segir í svari FIFA til SVT en þar er engu svarað varðandi hótelin sem banna samkynhneigðum að koma eða setja þeim skorður. Håkan Sjöstrand, framkvæmdastjóri sænska knattspyrnusambandsins, segir málið algjörlega óásættanlegt og mun hann ræða það við FIFA og gestgjafa HM. „Maður er búinn að gefa það út að öllum eigi að líða eins og að þeir séu velkomnir en þetta sýnir að það getur ekki öllum liðið þannig. Þetta munum við benda á og þrýsta á viðbrögð,“ sagði Sjöstrand.
Fótbolti HM 2022 í Katar Hinsegin Katar Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira