Fjöldi umsókna vegna lýtaaðgerða hefur tæplega þrefaldast Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2022 17:59 María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Stöð 2/Sigurjón Umsvif Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist mikið frá árinu 2018. Til að mynda gerðu þær í fyrra tæplega þrefalt fleiri nýja samninga en árið 2018. Þá hefur umsóknum vegna lýtaaðgerða fjölgað um 184 prósent og umsóknum vegna aðgerða erlendis fjölgað um 269 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem farið er yfir helstu tölulegu upplýsingar fyrir árin 2018 til 2022. Þar segir að veruleg fjölgun hafi orðið í nær öllum flokkum erinda og umsókna til Sjúkratrygginga. Auk aukningar í umsóknum um lýtaðgerðir og aðgerðir erlendis ber þar hæst tæplega tvöföldun fjölda umsókna vegna talþjálfunar, tvöföldun fjölda umsókna um lyfjaskírteini og ríflega þriðjungsfjölgun umsókna vegna tannlækninga. Upplýsingarnar má lesa í heild sinni hér að neðan: Sjúkratryggingar Íslands Athygli vekur að þrátt fyrir að fjöldi umsókna vegna sjúklingatryggingar hafi aukist um fjórðung, hefur fjöldi afgreiddra mála lækkað um rúmlega þriðjung. Heilbrigðisstefna skýrir aukningu í fjölda samninga Sem áður segir gerðu Sjúkratryggingar Íslands nánast þrefalt fleiri nýja samninga á síðasta ári en árið 2018 en það er árið áður en heilbrigðisstefna var gefin út. Í tilkynningu SÍ segir að aukninguna árið 2021 megi að hluta til rekja til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það sem af er ári hafa þó verið gerðir ríflega þriðjungi fleiri samningar en allt árið 2018. „Þessi mikla aukning í nýjum samningum er þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst samningar um þjónustu sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Sú vinna sem lögð hefur verið í þær samningaviðræður af hálfu Sjúkratrygginga kemur því ekki fram í þessum tölum. Af þeim 72 samningum sem gerðir voru árið 2021 voru fjórir við ríkisstofnanir, átta við sveitarfélög en 60 við einkaaðila, sjálfseignarstofnanir, hlutafélög o.s.frv.,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að þessa auknu framleiðni SÍ megi rekja til krafna heilbrigðisstefnu, sem sett var árið 2019, og auknum framlögum til heilbrigðisþjónustu. „Á sama tíma og verkefni stofnunarinnar hafa aukist svo mjög hafa föst opinber framlög til rekstrar hennar lækkað á föstu verðlagi,“ segir í tilkynningunni. Heilbrigðismál Tryggingar Lýtalækningar Mest lesið Allar vefmyndavélarnar á einum stað Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kastaði hundi í lögreglumann Innlent Fleiri fréttir Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem farið er yfir helstu tölulegu upplýsingar fyrir árin 2018 til 2022. Þar segir að veruleg fjölgun hafi orðið í nær öllum flokkum erinda og umsókna til Sjúkratrygginga. Auk aukningar í umsóknum um lýtaðgerðir og aðgerðir erlendis ber þar hæst tæplega tvöföldun fjölda umsókna vegna talþjálfunar, tvöföldun fjölda umsókna um lyfjaskírteini og ríflega þriðjungsfjölgun umsókna vegna tannlækninga. Upplýsingarnar má lesa í heild sinni hér að neðan: Sjúkratryggingar Íslands Athygli vekur að þrátt fyrir að fjöldi umsókna vegna sjúklingatryggingar hafi aukist um fjórðung, hefur fjöldi afgreiddra mála lækkað um rúmlega þriðjung. Heilbrigðisstefna skýrir aukningu í fjölda samninga Sem áður segir gerðu Sjúkratryggingar Íslands nánast þrefalt fleiri nýja samninga á síðasta ári en árið 2018 en það er árið áður en heilbrigðisstefna var gefin út. Í tilkynningu SÍ segir að aukninguna árið 2021 megi að hluta til rekja til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það sem af er ári hafa þó verið gerðir ríflega þriðjungi fleiri samningar en allt árið 2018. „Þessi mikla aukning í nýjum samningum er þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst samningar um þjónustu sjúkraþjálfara og sérgreinalækna. Sú vinna sem lögð hefur verið í þær samningaviðræður af hálfu Sjúkratrygginga kemur því ekki fram í þessum tölum. Af þeim 72 samningum sem gerðir voru árið 2021 voru fjórir við ríkisstofnanir, átta við sveitarfélög en 60 við einkaaðila, sjálfseignarstofnanir, hlutafélög o.s.frv.,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að þessa auknu framleiðni SÍ megi rekja til krafna heilbrigðisstefnu, sem sett var árið 2019, og auknum framlögum til heilbrigðisþjónustu. „Á sama tíma og verkefni stofnunarinnar hafa aukist svo mjög hafa föst opinber framlög til rekstrar hennar lækkað á föstu verðlagi,“ segir í tilkynningunni.
Heilbrigðismál Tryggingar Lýtalækningar Mest lesið Allar vefmyndavélarnar á einum stað Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kastaði hundi í lögreglumann Innlent Fleiri fréttir Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Sjá meira