Fótbolti

Inter klífur upp töfluna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Inter vann mikilvægan sigur í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Inter vann mikilvægan sigur í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Giuseppe Cottini/Getty Images

Inter Milan vann Atalanta í fyrsta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Inter hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni.

Leikur dagsins var mikil skemmtun en Inter vann á endanum 3-2 sigur. Ademola Lookman kom heimamönnum í Atalanta yfir með marki úr vítaspyrnu um miðbik fyrri hálfleiks en Edin Džeko jafnaði metin fyrir Inter áður en fyrri hálfleik var lokið.

Džeko kom Inter 2-1 yfir áður en Jose Luis Palomino varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir rúman klukkutíma og Inter því 3-1 yfir. 

Palomino skoraði í rétt mark á 77. mínútu og lokamínútur voru æsispennandi. Gestirnir frá Mílanó gerðu skiptingar til að þétta varnarleikinn og markvörðurinn Andre Onana nældi sér í gult spjald fyrir leiktöf. Það gekk upp og Inter vann á endanum 3-2 sigur.

Stigin þrjú þýða að Inter er nú með 30 stig ásamt bæði Lazio og AC Milan sem eiga þó bæði leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×